A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Heilsuefling í Strandabyggð komin í gang!

| 31. ágúst 2012
Hressir krakkar í Grunnskólanum á Hólmavík
Hressir krakkar í Grunnskólanum á Hólmavík
Nú er september hafinn og um leið hefst svokölluð heilsuefling í Strandabyggð. Markmið og tilgangur heilsueflingarinnar er að efla heilbrigði og vitund um mikilvægi góðrar heilsu með því að skapa íbúum sveitarfélagsins tækifæri til að afla sér þekkingar, hreyfa sig í samræmi við eigin getu og verja tíma með fjölskyldu sinni við fjölbreyttar tómstundir sem stuðla að bættri líðan og heilsu.

Eins og glöggir lesendur sjá er verkefnið komið með sérstakt svæði á vef Strandabyggðar. Allir íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í átakinu sem stendur yfir allan september!

Vetraropnun í Íþróttamiðstöðinni

| 31. ágúst 2012
Sundlaugin á Hólmavík
Sundlaugin á Hólmavík
Vetraropnun í Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík tekur gildi á morgun, laugardaginn 1. september. Sjá má opnunartíma vetrarins með því að smella hér, en opnunartíminn er óbreyttur frá því síðasta vetur.

Sérstök opnun Íþróttamiðstöðvarinnar vegna heilsueflingar í Strandabyggð í september verður auglýst eftir helgi.

Fyrirlestrar í Hnyðju um helgina

| 31. ágúst 2012
Rakel Sigurðardóttir - ljósm. af visir.is
Rakel Sigurðardóttir - ljósm. af visir.is
Á morgun, laugardaginn 1. september, heldur Rakel Sigurðardóttir næringar- og heilsuráðgjafi tvo fróðlega fyrirlestra í Hnyðju. Fyrirlestrarnir eru hluti af heilsueflingu í Strandabyggð sem stendur yfir allan september.

Fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 11:00 og ber heitið Börn, mataræði og heilsa, en sá seinni hefst kl. 16:00 og hefur yfirskriftina Næring og heilsa fyrir lífið. Sunnudaginn 2. september býður Rakel síðan upp á einstaklingsráðgjöf (pantanir í s. 663-0497).

Allar frekari upplýsingar um fyrirlestrana og ráðgjöfina má nálgast með því að smella hér.

Félagsmálastjóri í fríi vikuna 3.-7. september

| 31. ágúst 2012
Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps verður í sumarfríi frá 3.-7. september 2012. Ef brýn barnaverndarmál koma upp vinsamlega hafið samband við 112. Ef um annars konar mál eru að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Fróðlegur fyrirlestur fyrir 7.-10. bekk næsta föstudag

| 29. ágúst 2012
Bergvin hress í bragði - ljósm. visir.is
Bergvin hress í bragði - ljósm. visir.is
Föstudaginn 31. ágúst kl. 20:00 ætlar Bergvin Oddsson - Beggi blindi - að kíkja í Félagsmiðstöðina Ozon með fyrirlestur og uppistand. Viðburðurinn er fyrir 7.-10. bekk. Beggi er fyndinn og skemmtilegur náungi sem hefur slegið í gegn með uppistandi sínu. Hann missti sjónina þegar hann var í 9. bekk, en lætur það ekki hamla sér á neinn hátt. Hann hefur skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga og hefur einnig gefið út eigin reynslusöguna "Að heyra barnið sitt vaxa" sem fjallar um hvernig er að annast barnið sitt án þess að sjá það....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón