Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1379, 12.08.2025
Sveitarstjórnarfundur 1379, haldinn í Hnyðju 12.8.2025
Mætt voru: Þorgeir Pálsson, Marta Sigvaldadóttir í stað Grettis Arnar Ásmundssonar, Júlíana Ágústsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson, Hlíf Hrólfsdóttir og Heiðrún Harðardóttir, sem ritaði fundargerð.
Oddviti bauð alla velkomna.
Spurt um athugasemdir við fundarboðun.
Engin athugasemd er gerð við fundarboðun.
Oddviti lagði því næst fram tillögu um nokkur afbrigði:
- Afbrigði 1. varðandi beiðni um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags, sem yrði þá nr. 23 á dagskrá
- Afbrigði 2. afgreiðsla vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við Aðalskipulag Strandabyggðar, sem yrði þá nr. 24 á dagskrá
- Afbrigði 3. Nýbygging í samstarfi við Brák, sem yrði þá nr. 25 á dagskrá.
- Afbrigði 4. Umsagnarbeiðni vegna umhverfismatsskýrslu Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi, sem yrði þá nr. 26 á dagskrá
Oddviti kallar eftir samþykki við afbrigðum.
Afbrigði 1 samþykkt samhljóða.
Afbirgði 2 samþykkt samhljóða.
Afbrigði 3 samþykkt samhljóða.
Afbrigði 4 samþykkt samhljóða.
Þá var gengið til umræðu.
Umræða.
1. Verksamningur vegna leikskólalóðar, 18.6.25
Oddviti rakti tilurð máls, vísaði í verklýsingu og verksamning og gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Verksamningur að öðru leyti lagður fram til kynningar.
2. Staða á bókhaldi og framkvæmdabókhaldi, sex mánaða uppgjör
Oddviti vísaði í gögn frá skrifstofu- og fjármálastjóra frá því fyrr í sumar, sem sýna stöðuna eftir sex mánuði, í grófum dráttum. Tap er á rekstri sveitarfélagsins eftir sex mánuði um kr. 20 milljónir. Þar má benda á að kostnaður í rekstri eignasjóðs er kominn 10 milljónir fram úr áætlun ársins. Einnig má benda á að kostnaður við framkvæmdir ársins, sérstaklega við leikskólalóð og grunnskólann, fer fram úr áætlunum og ófyrirséður kostnaður hefur verið talsverður. Framkvæmdirnar eru engu að síður nauðsynlegar. Unnið er að því markvisst að draga úr og lækka innviðaskuld sveitarfélagsins og það er og verður erfiður róður.
Rétt er að benda á að kostnaður við einstaka liði er hærri en sem nemur 50% af áætlun, en það þarf ekki að þýða að sá kostnaðarliður fari fram úr áætlun þegar árið er gert upp. Nauðsynlegt er að skoða vel ráðstöfun fjármagns á hverjum tíma. Málaflokkarnir „æskulýðs- og íþróttamál“, „umferða- og samgöngumál“ og „sameiginleg mál“ eru t.d. komnir fram yfir 50% af kostnaðaráætlun, sem skýrir að hluta stöðuna.
Ljóst er því að kostnaðaraðhald og hagsýni í rekstri er lykilatriðið það sem eftir lifir árs.
Því næst gaf oddviti orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
3. Fjallskilaseðill 2025, drög ásamt athugasemdum
Oddviti rakti tilurð máls. Undanfarin ár hefur verið stuðst við það fyrirkomulag við gerð fjallskilaseðil sveitarfélagsins, að stuðst er við grunnskjal sem notað hefur verið í áraraðir. Því skjali er síðan breytt árlega í samræmi við fjáreignartölur MAST og dagsetningar í dagatali m.t.t. leitar- og réttardaga. Í ár urðu þau mistök að grunnseðillinn sem sendur var bændum í lok júní/byrjun júlí, var rangur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Unnið hefur verið að því síðan að leiðrétta dagsetningar og annað sem þarf að leiðrétta, auk þess sem tekið hefur verið á móti alls konar ábendingum og tillögum frá bændum. Það er mikilvægt og gott samráð og rétt að bændur komi meira að gerð fjallskilaseðils en áður.
Því næst gaf oddviti orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Matthías óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
„Ég vill leggja sérstaka áherslu á að leitarstjórar og bændur hafi samráð og samvinnu til þess að árangur af fjallskilum verði sem bestur.“
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Marta Sigvaldadóttir tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Marta Sigvaldadóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Marta Sigvaldadóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Marta Sigvaldadóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Oddviti leggur til að fjallskilaseðill verði samþykktur með því að allar athugasemdir verði teknar til athugunar við vinnslu á lokayfirferð seðilsins.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti vísar til skrifstofustjóra klára vinnu við fjallskilaseðil og að hann verði sendur bændum eins fljótt og hægt er.
4. Skólaakstur í Strandabyggð
Oddviti vísar í minnisblað um skólaakstur og segir sveitarstjórn þurfa að taka ákvörðun um hvort sveitarfélagið ætli sjálft að sjá um skólaakstur og þá með eigin bíl, eða úthýsa verkefninu. Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Lögð er fram tillaga að leita tilboða í skólaakstur sem stuttum umsóknartíma.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að koma verkinu í framkvæmd hið fyrsta.
5. Erindi frá Árneshrepp, Skólahald í Árneshreppi, 22.7.25
Oddviti rakti tilurð máls, vísaði í afstöðu skólastjóra og gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti lagði til að sveitarstjórn staðfesti áhuga sinn á samvinnu og fæli skólastjóra og sveitarstjóra að ganga frá samningi við Árneshrepp þar að lútandi.
Samþykkt samhljóða.
6. Tónlistarskólinn á Akureyri, nám utan sveitarfélags, 10.6.25
Oddviti rakti tilurð máls og lagði til að beiðni viðkomandi yrði samþykkt. Oddviti gaf orðið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Oddviti kallar eftir samþykki sveitarstjórnarmanna. Beiðni samþykkt samhljóða.
7. Erindi frá Heiðrúnu Harðardóttur, beiðni um laun í námslotum, 8.8.25
Oddviti rakti tilurð máls og lagði til að beiðnin yrði samþykkt. Oddviti gaf orðið laust.
Enginn tók til máls.
Oddviti lagði til að beiðnin yrði samþykkt. Beiðni samþykkt samhljóða.
Oddviti rakti tilurð máls. Hér er um að ræða verkefni sem í raun er á vegum annars sveitarfélags og því ekki beint á ábyrgð sveitarstjórnar Strandabyggðar. Leitað yrði til Strandabyggðar í formi grenndarkynningar og kallað eftir umsögn sveitarfélagsins á síðari stigum. Formleg afstaða Strandabyggðar til málsins lægi því ekki fyrir nú. Síðan gaf oddviti orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Erindið lagt fram til kynningar og bréfritara þakkað fyrir erindið.
9. Erindi til sveitarstjórnar, Lítil Þúfa fta., beiðni um rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur, 15.7.25
Oddviti rakti tilurð máls og sagði að erfitt væri að réttlæta styrkveitingar í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Forgangsraða þyrfti öllum styrkveitingum. Taldi oddviti rétt að hafna erindinu, og gaf orðið laus.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti leggur fram tillögu að hafna erindinu og að sveitarstjóra sé falið að tilkynna niðurstöðu sveitarstjórnar og þakka fyrir erindið.
Samþykkt samhljóða.
10. Erindi frá Félagi atvinnurekenda, varðandi álagningu fasteignaskatta, 10.6.25
Oddviti rakti tilurð máls og tiltók, að erfitt væri fyrir Strandabyggð að lækka skatthlutfallið á sama tíma og fjárhagur sveitarfélagsins væri í járnum. Oddviti gaf því næst orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Sveitarstjórn telur sig ekki geta orðið við tilmælum Félags atvinnurekenda um að lækka skatthlutfall fasteignaskatta.
11. Farsímasamband í Strandabyggð
Oddviti bað málshefjanda, Matthías Sævar Lýðsson, að gera grein fyrir erindinu.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Tillaga A-lista
„Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur á síðustu mánuðum fengið margar ábendingar um slæmt og versnandi farsímasamband. Þetta á við á vegum úti, heimilum og vinnustöðum en ekki hvað síst úti á Húnaflóa á fiskimiðum.
Það er mikilvægt öryggistæki og almannavarnarmál að fjarskiptsamband sé svo gott sem kostur er, og því felur sveitarstjórn sveitarstjóra að leita til Fjarskiptastofu og Almannavarna Ríkislögreglustjóra og upplýsa um stöðu mála og óska úrbóta.“
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Oddviti kallar eftir samþykki á tillögu A-lista. Samþykkt samhljóða.
12. Endurskoðun áfangastaðaáætlunar Vestfjarða
Oddviti rakti tilurð máls og kallaði eftir ábendingum og umræðu sveitarstjórnar um þær áherslur sem sveitarfélagið ætti að leggja fram.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Oddviti lagði til að skrifstofu Strandabyggðar í samráði við sveitarstjóra, yrði falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri.
Samþykkt samhljóða.
13. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps (FSR), fundargerð stjórnar, 2.6.25 ásamt
ársreikningi FSR 2024
Oddviti gaf félagsmálastjóra, Hlíf Hrólfsdóttur orðið.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Fundargerð ásamt ársreikningi lögð fram til kynningar.
14. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, fundargerð frá 20.6.25
Oddviti rakti efni fundarins í fjarveru formanns ADH nefndar, Grettis Arnar Ásmundssonar. Oddviti gaf orðið laust.
Enginn tók til máls.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. Erindi frá Guðfinnu Láru og Ágústi Helga, beiðni um niðurfellingu fjallskila
Oddviti rakti efni máls og gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti kallar eftir samþykki við erindi um beiðni um niðurfellingu fjallskila vegna þessara gripa og kallar jafnframt eftir staðfestingu á staðsetningu girðingar ásamt upplýsingar um hvernig til tókst í haust, eins og atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd óskar eftir.
Þessi afgreiðsla mun hafa áhrif á Fjallskilaseðil 2025 og ber að taka tillit til hennar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Marta Sigvaldadóttir situr hjá.
16. Samþykkt um búfjárhald, drög
Oddviti fagnaði erindinu og bað málshefjanda, Matthías Sævar Lýðsson að gera grein fyrir erindinu.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson leggur til að þessi drög liggi fyrir og að opnað verði fyrir athugasemdir og að samþykktin verði endanlega afgreidd á næsta fundi sveitarstjórnar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti kallar eftir samþykki við tillögu Matthíasar. Samþykkt samhljóða.
17. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
Oddviti gaf orðið laus.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson upplýsti um verkefni tengt A-aagora að beiðni Matthíasar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Vinnuskýrsla að öðru leiti lögð fram til kynningar.
18. Brák íbúðafélag hses, fundargerð ársfundar ásamt ársreikningi 2024, 11.6.25
Oddviti gaf orðið laus.
Enginn tók til máls.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19. Samtök um áhrif umhverfis á heilsu, ályktun frá aðalfundi SUM 2025, 30.6.25
Ályktunin lögð fram til kynningar, orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
20. Hafnasamband Íslands, fundargerð 473. fundar, 22.05.25
Fundargerðin lögð fram til kynningar, orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
21. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerð 90. fundar stjórnar, 19.6.25
Fundargerðin lögð fram til kynningar, orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
22. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 981. og 982. stjórnarfundar, 13.6.25 og 16.6.25
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
23. Beiðni um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags
Oddviti rakti tilurð máls og vísaði í álit skólastjóra. Oddviti lagði til að beiðnin yrði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
24. Afgreiðsla vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við Aðalskipulag Strandabyggðar
Oddviti rakti tilurð máls og sagði frá niðurstöðu fundi verkefnastjórnar 12.8.25.
Sveitarstjórn þarf að marka sér stefnu þegar kemur að ósnertu víðerni.
Oddviti biður Matthías Sævar Lýðsson að taka við umræðunni.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Marta Sigvaldadóttir tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Oddviti leggur til að sveitarstjóri og oddviti A-lista komi með tillögu að texta sem verður borinn undir sveitarstjórn og verður síðan áframsendur á skipulagsfulltrúa og þaðan áleiðis til Skipulagsstofu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita skriflegt samþykki í tölvupósti við texta sem verður saminn í tengslum við erindið og verði formlega staðfest á sveitarstjórnarfundi í september.
Samþykkt samhljóða.
25. Nýbygging í samstarfi við Brák
Oddviti rakti tilurð mál.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías mótmælir því að fundargagn hafi ekki verið lagt fram með öðrum fundargögnum. Þorgeir bendir á að erindið lá fyrir 21.7.25.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Oddviti lagði til að sveitarstjórn staðfesti formlega þátttöku sína í verkefninu og að byggingarfulltrúa og sveitarstjóra yrði falið, í samráði við formann US nefndar, að halda málinu áfram.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías situr hjá.
26. Umsagnarbeiðni varðandi umhverfismatsskýrslu Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi
Oddviti rakti tilurð máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls.
Þorgeir Pálsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Lagði oddviti til að sveitarstjórn sendi eftirfarandi umsögn:
„Strandabyggð gerir ekki athugasemdir við þessi áform“. Oddviti lagði til að umsögnin yrði samþykkt.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Júlíana situr hjá.
Fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl 18:41.
Hljóðupptöku má finna hér: Hljóðupptökur funda.