A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, fundargerð frá 02.09.2025

Fundargerð
56. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps.
Haldinn að Hafnarbraut 25 á Hólmavík og í TEAMS og hófst kl. 16.00
Mætt voru: Matthías Lýðsson, Strandabyggð. Ingibjörg B. Sigurðardóttir Strandabyggð, Oddný Þórðardóttir Árneshreppi, Hrefna Jónsdóttir, Reykhólahreppi (TEAMS), Jenný Jensdóttir Kaldrananeshreppi (TEAMS).
Einnig sat fundinn Hlíf Hrólfsdóttir félagsmálastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 
1. Agreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
2. Trúnaðarmál. 
3. Erindisbréf velferðarnefndar. (frá síðasta fundi)
4. Sameiginlegar reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra
5. Reikningar félagsþjónustunnar fyrir árið 2024
6. Fundaáætlun velferðarnefndar til vorsins 2026
7. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi. 
Afgreiðslur félagsmálastjóra samþykktar og færðar í trúnaðarbók.

2. Trúnaðarmál.
Erindi kynnt og samþykkt.

3. Erindisbréf velferðarnefndar. 
Nefndarmenn munu lesa vel yfir og sendir athugasemdir sín á milli. Gera endanlega útgáfu og koma með fyrir næsta fund nefndarinnar. 

4. Sameiginlegar reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.
Sagt frá vinnu við sameiginlegar reglur innan velferðarþjónustu Vestfjarða um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. 

5. Reikningar félagsþjónustunnar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar. 

6. Fundaráætlun velferðarnefndar til vorsins 2026.
Haldnir verða fundir fyrsta mánudag í nóvember 2025, febrúar 2026 og maí 2026.

7. Önnur mál. 
Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 17.33
Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón