Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1380, 10.09.2025
Sveitarstjórnarfundur nr. 1380 í sveitarstjórn Strandabyggðar
Fundur nr. 1380 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn miðvikudaginn 10. september 2025 kl. 16:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Grettir Örn Ásmundsson, Matthías Sævar Lýðsson, Hlíf Hrólfsdóttir og Þórdís Karlsdóttir varamaður. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð. Fundurinn var jafnframt tekinn upp í hljóðskrá.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
-
Viðauki III við fjárhagsáætlun 2025
-
Fjárhagsáætlun 2026-2029 forsendur og skipulag áætlunarvinnu
-
Álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um meint brot á siðareglum Strandabyggðar 30. ágúst 2025
-
Samþykkt um búfjárhald, seinni umræða
-
Erindi frá bændum vegna niðurfellingar á fjallskilum
-
Staðfesting á svari sveitarstjórnar til Skipulagssstofnunar, varðandi ósnert víðerni
-
Fjórðungsþing 16. september 2025, tillögur að ályktunum Strandabyggðar
-
Náttúrustofa Vestfjarða á Hólmavík
-
Sýning/vitundarvakning í Hnyðju vegna ástandsins á Gasa
-
Vinnuskýrsla sveitarstjóra
-
Félag fósturforeldra, styrkbeiðni frá 26. ágúst 2025
-
Stígamót, styrkbeiðni og ársskýrsla frá 1. september 2025
-
HS orka, upplýsingar um birtingu matsskýrslu
-
Hornsteinar ársreikningur 2024 ásamt fundargerð aðalfundar og stjórnarfundar 29.ágúst.2025
-
Sorpsamlag Strandasýslu, fundargerð aðalfundar 29. ágúst 2025 ásamt ársreikningi 2024
-
Velferðarnefnd fundargerð frá 2. september 2025
-
Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá 3. september 2025
-
Vinnslutillaga um svæðisskipulag á Vestfjörðum
-
Matsáætlun vegna Hvalárlínu Landsnets
-
Tillaga að verndarsvæði í byggð
-
Orkubú Vestfjarða erindi varðandi deiliskipulag á Skeiði
-
Orkuvinnslan, umsókn um stofnun lóðar í Hafnardal
-
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, samráð v.máls nr. 113/2025
-
Hraðfrystihúsið-Gunnvör, umsókn um framkvæmdaleyfi á Nauteyri
-
Finna hótel, umsókn um byggingarleyfi að Borgabraut 4
-
Þorgeir Pálsson, umsókn um stöðuleyfi að Stóru-Grund
-
Þorgeir Pálsson, 2 erindi vegna Stóru-Grundar
-
Við fimm ehf. leyfi til að byggja smáhýsi á lóð Brekkugötu 4
-
Reynir Snædal, umsókn um flutning á stöðuhýsi til Hallsstaða
-
Magnús Steingrímsson, umsókn um byggingarleyfi á Stað í Steingrímsfirði
-
Fjórðungsþing nr. 70 haldið 16. september 2025, þingskjöl til afgreiðslu
-
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð nr. 83 frá 20. júní 2025
-
Hafnasamband Íslands, fundargerð nr. 474 frá 22. ágúst 2025
-
Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 983 frá 29. ágúst 2025
-
Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar
Oddviti bauð alla velkomna og spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðun.
Engin athugasemd er gerð við fundarboðið en Matthías Sævar Lýðsson leggur fram eftirfarandi bókun:
„Við breytingu á ritun fundargerða þar sem eingöngu virðist eiga að rita hver tekur til máls en ekki skoðun fundarmanna er aðstöðumunur oddvita og annarra sveitarstjórnarmanna mikill. Oddviti skrifar handrit að fundargerð og þar kemur iðulega fram hans skoðun á málum. Aðrir sveitarstjórnarmenn verða að koma fram með sérstaka bókun til að þeirra skoðun á málefni komi fram. Þetta misræmi er ólíðandi og verður að leiðrétta.
Í síðustu fundargerðum er textinn: „Oddviti kallar eftir samþykki sveitarstjórnarmanna“ Þessi texti og aðgerð er sniðganga á hefðbundum fundarsköpum. Oddviti getur kallað eftir að gengið verði til atkvæða og leitar þá eftir hverjir samþykkja tillögu og hverjir eru á móti.“
Þorgeir Pálsson tók til máls og nefndi nýlega heimsókn stjórnar Sambands sveitarfélaga sem benti t.d á fundargerðaformat sem finna má undir sveitarfélagaskólanum á heimasíðu Sambandsins. Við viljum alltaf gera betur og skoðum á næstunni hvaða leiðir eru góðar og að við sem kjörnir fulltrúar sjáum til þess að fundargerðin sé sem best úr garði gerð.
Enginn annar tók til máls
Þá var gengið til dagskrár:
-
Viðauki III við fjárhagsáætlun 2025
Oddviti rakti tilurð viðaukans og nefndi sérstaklega kostnað vegna leikskólalóðar, en einnig tillögur að frestun framkvæmda. Síðan gaf oddviti skrifstofustjóra orðið sem fór nánar yfir innihald viðaukans.
Framkvæmdir:
Framkvæmdir við Leikskólann Lækjarbrekku bera hærri kostnað en upphaflega var gert ráð fyrir t.d. vegna niðurrifs á húsgrunni gamla samkomuhússins sem ekki var fjarlægður á sínum tíma og var undir leiksvæðinu. Nauðsynlegt þótti að fjarlægja grunninn til að vatn hætti að safnast fyrir í lóðinni. Ekki var gert ráð fyrir lýsingu í upphaflegri kostnaðaráætlun en bætt hefur verið úr.
Upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 24.700.000 en í viðauka II var áætlun hækkuð um 1.735.825 og því kr. 26.436.825 á áætlun. Hækkun á kostnaði stendur nú í 57.727.000 og má áætla að heildarkostnaður muni fara í kr. 66.500.000. Lagt er því til að hækka áætlun vegna framkvæmda á leikskólalóð um kr. 40.064.000.
Lagt er til að lækka framkvæmdaáætlun á móti á eftirtöldum deildum:
• Íþróttamiðstöð 686.000, lækkun framkvæmda
• Félagsheimili 3.400.000, ljós og sviðstjöld
• Sorpmál 10.000.000, botnlangastöðvar
• Brák 1.922.000, stofnhluti lægri kostnaður en raun
• Brandskjól, hótelreitur og uppbygginglóða 10.625.000
• Höfn 3.278.000, lækkun framkvæmda
• Vatnsveita 10.153.000, lækkun framkvæmda
Skólabíll og skólaakstur:
Vegna breytinga í skólaakstri hefur sveitarstjórn keypt skólabifreiðina JJK86 á 6.000.000 og er samþykki sveitarstjórnar staðfest í þessum viðauka.
Lagt er til að tilfærslur vegna kaupanna verði á þennan hátt: Í áætlun 2025 var gert ráð fyrir samningi við verktaka kr. 16.000.000 og eldsneytiskaupum kr. 200.000. Samningur verktaka lækkar í 5.700.000 og gera má ráð fyrir rekstrarkostnaði m.a. eldsneyti og þjónustukaupum allt að kr. 1.500.000. Eignasjóður kaupir bílinn og færast 6.000.000 á deild 3176 og 3.000.000 færast sem hækkun launaliða hjá grunnskóla.
Matthías tók til máls og leggurframeftirfarandibókun A-lista:
”Sveitarstjórnarmenn A-lista telja að ekki sé við verktaka að sakast þó kostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, heldur hafi undirbúningur hjá Strandabyggð ekki verið nægilega góður.
Sá viðauki sem hér er lagður fram, er enn eitt dæmi um erfiða fjárhagsstöðu Strandabyggðar. Viðaukinn felur í sér stefnumörkun sem ætti að vera að öllu leiti á ábyrgð oddvita Strandabyggðar, en ekki skrifstofustjóra.
Enn einu sinni er verið að gera viðauka eftirá þrátt fyrir að slíkt sé óheimilt og ítrekað hefur verið gerð athugasemd við þannig gjörning í Stjórnsýsluskoðun. Þetta var gert þrátt fyrir að minnihlutinn hafi bent á það þetta væri óheimilt. Sveitarstjórnarmenn A-lista telja að nægur tími hafi verið til að taka ákvörðun um fyrirkomulag skólaaksturs, því legið hefur fyrir síðan í vor að breytingar yrðu.
Lagt er til í viðaukanum að lækka framkvæmdaráætlun um 40.064.000,- Lækkun kostnaðar vegna skólaakstur virðist vera 1.200.000,- Kostnaður vegna kaupa á skólabíl 6.000.000,- Hækkun á framkvæmdarkostnaði vegna leikskólalóðar virðist vera um 25.600.000,- Þarna munar 9.700.000,- Í hvað á sú lækkun á framkvæmdaráætlun að fara?“
Oddviti tók til máls
Matthías tók til máls
Oddviti lagði til að viðaukinn yrðir samþykktur. Samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson situr hjá.
-
Fjárhagsáætlun 2026-2029 forsendur og skipulag áætlunarvinnu
Oddviti ræddi forsendur og fyrirkomulag fjárhagsáætlanagerðar og lagði til að hann og skrifstofustjóri myndu leggja til dagsetningar fyrir fundi og heimsóknir í stofnanir sveitarfélagsins.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun A-lista:
„Það verður ekki undan því vikist við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að ræða alvarlega fjárhagsstöðu Strandabyggðar og framtíðargetu þess til að standa undir lögbundnum verkefnum og sinna viðhaldi og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Það er athyglisvert að í tímalínu sem fylgir með þessum lið er vísað til þess að skrifstofustjóri leggi fram gögn en ekki minnst á að sveitarstjóri leggi neitt fram.“
Oddviti tók til máls og útskýrði verkefni síðustu ára sem voru óviðráðanleg vegna innviðaskuldar sem safnast hafi upp. Oddviti tók sömuleiðis fram að innviðir þurfi að vera í lagi til að bjóða upp á tækifæri í atvinnu og húsnæði
sem verða tekjuskapandi fyrir sveitarfélagið.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og benti á að bókunin snúi ekki að því að við höfum ekki reynt okkar besta en að við þurfum að vanda til verka.
Fundargerðir
Skýrslur og samþykktir
Gjaldskrár
Umsóknir
- Frístundastyrkur barna og ungmenna 2024
- Gáma- og geymslusvæði umsókn og reglur
- Byggingarfulltrúi - Yfirlýsing um prófun þéttleika, þrýstiþols og virkni á gas-, olíu-, gufu-, loft- eða þrýstilögn
- Byggingarfulltrúi-Tilkynning um skráningu iðnmeistara
- Byggingarfulltrúi-Beiðni um skráningu byggingarstjóra
- Meira