A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundur 3.9.2025

Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 3. september 2025, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.

            Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Atli Már Atlason, Árni Magnús Björnsson, Marta Sigvaldadóttir, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritar hann fundargerð og Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði.

 

Dagskrá er eftirfarandi:


1. Vinnslutillaga um svæðisskipulag á Vestfjörðum. Sjá gögn hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/603


Umhverfis og skipulagsnefnd lýsir ánægju sinni með framlagða vinnslutillögu um svæðisskipulag og leggur til við sveitarstjórn Strandabyggðar að hún samþykki þá megindrætti sem lagðir eru fram í vinnslutillögunni. Hvert og eitt sveitarfélag þarf þó að hafa rými innan svæðisskipulagsins til að móta eigin áherslur í skipulagi miðað við aðstæður.

Strandabyggð áskilur sér þó rétt til að koma með ábendingar og tillögur á meðan skipulagið er enn í vinnslu.


2. Matsáætlun vegna Hvalárlínu Landsnets. Sjá gögn hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1037

 

Hvalárlína Miðdalslína.

Línustæði Hvalárlínu og Miðdalslínu sem lögð eru til í matsáætlun virðast ekki í samræmi við Landsskipulagsstefnu, Vinnslutillögu um svæðisskipulag á Vestfjörðum og endurskoðaða Aðalskipulagstillögu Strandabyggðar. Þar eru ákvæði um vernd ósnortinna víðerna. Fyrirhugað línustæði í Matsáætluninni fer yfir ein stærstu ósnortin viðerni á landinu, utan jökla.

Þar sem að línur þær sem lagðar eru fram í matsáætlun eru ekki án tengsla við aðrar hugmyndir um orkuöflun og orkunýtingu á Vestfjörðum þá leggur US nefnd það til að fram fari heildstætt mat á samlegðaráhrifum allra þeirra orkunýtingarhugmynda sem tengjast þessari línulögn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að hún fari fram á, að önnur línustæði verði einnig tekin til mats og þar bendir US nefnd t.a.m.  á gildandi Aðalskipulag Árneshrepps, þar sem gert er ráð fyrir línustæði innan við Trékyllisvík, Reykjarfjörð og yfir Trékyllisheiði.

 

Framkvæmdir á línuleiðum innan Strandabyggðar eru háðar framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Strandabyggðar skv. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er jafnframt háð því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Strandabyggðar því ekki er mörkuð stefna um háspennulínurnar og tengivirki í Miðdal í gildandi aðalskipulagi

 


3. Tillaga að Verndarsvæði í byggð á Hólmavík. Sjá gögn hér: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/4718/


Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar rannsóknarsetri Háskóla Íslands, Þjóðfræðistofu og öllum þeim sem komu að verkefninu Verndarsvæði í byggð. Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja og hefja innleiðingu þessa verkefnis.



4. Orkubú Vestfjarða með erindi varðandi Skeiði.


Á svæðinu er ekki í gildi deiliskipulag. 

Stækkun húsnæðis Orkubúsins samræmist samþykktu aðalskipulagi sem skilgreinir svæðið sem iðnaðarsvæði (I1) fyrir blandaða iðnaðarstarfsemi m.a. fyrir starfsemi Orkubús Vestfjarða. Viðbótarbyggingarmagn á lóðinni nemur um 500 fm skv. fyrirspurninni, sem er um fjórðungur af heimiluðu viðbótarbyggingarmagni á iðnaðarsvæðinu I1 í heild skv. aðalskipulagi.

 

Í fyrirspurninni er aðeins gert ráð fyrir deiliskipulagsgerð innan lóðar Orkubúsins.

Samkvæmt skipulagslögum og skipulagsreglugerð „skal jafnan miða við að deiliskipulag takið til svæða sem mynda heildstæða einingu“. Í því sambandi er yfirleitt horft til götureita eða landnotkunarreita í aðalskipulagi.  

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur því að vegna umfangs byggingaráformanna og samræmis við aðalskipulag megi í þessu tilfelli sækja um byggingarleyfi fyrir stækkun húsnæðisins á grundvelli aðalskipulags, án þess að vinna deiliskipulag, enda almennt ekki gert ráð fyrir deiliskipulagi fyrir stakar lóðir í þéttbýli.



5. Orkuvinnslan, umsókn um stofnun lóðar í Hafnardal.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að stofna lóðina.



6. Umsögn vegna : Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 113/2025 - „Tillaga um flokkun virkjunarkostsins Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar“. Sjá gögn hér: Samráðsgátt | Mál: S-113/2025


Umhverfis og skipulagsnefnd leggst gegn því að vindorkuver í Garpsdal verði fært í nýtingarflokk þar sem ekki liggur fyrir löggjöf um vindorkuver. Einnig er ekki gert ráð fyrir vindorkuverum í Vinnslutillögu um Svæðisskipulag fyrir Vestfirði.



7. Umsókn um framkvæmdarleyfi á Nauteyri vegna borunar á vinnslu og rannsóknarholum.


Samkvæmt deiliskipulagi fiskeldisstöðvar í landi Nauteyrar er gert ráð fyrir vatnstöku á landi Nauteyrar og heimilt að fjölga holum innan skilgreindra reita fyrir borholur á deiliskipulagsuppdráttum, sbr. kafla 3.4 og 3.7 í
greinargerð deiliskipulagsins.  Með hliðsjón af loftmynd í umsókn virðast vinnsluholurnar staðsettar innan Baðlaugarsvæðis, en rannsóknarholan innan Suðursvæði á deiliskipulagsuppdrætti III.  Að því leyti virðist staðsetning borholuframkvæmda samræmast deiliskipulagi.  

Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að djúpborun fellur undir viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, nánar tiltekið  lið 2.04 og flokk B sem eru tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar.

Samkvæmt lögunum er óheimilt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir tilkynningarskyldum framkvæmdum fyrr en ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu liggur fyrir.

  • Fá þarf úr því skorið hvort þær framkvæmdir sem sótt um falli undir þetta lagaákvæði og séu tilkynningarskyldar.  

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir nánari upplýsingum frá framkvæmdaraðila, nánar tiltekið um eftirfarandi:

  • Hvort framkvæmdin sé tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar um matskylduákvörðun. Nefndin hvetur framkvæmdaraðila til að senda fyrirspurn um tilkynningarskyldu til Skipulagsstofnunar.
  • Hvort leyfi umhverfis- og orkustofnunar fyrir borunum liggur fyrir, sbr. lög um rannsóknir og nýtingu auðlinda úr jörðu nr. 57/1998.
  • Framkvæmdaleyfisumsókninni þarf að fylgja betri yfirlitsmynd sem sýnir betur staðsetningu borhola og hvort þær liggja innan skilgreindra reita fyrir borholur skv. deiliskipulagsuppdrætti.
  • Nefndin bendir umsækjendum á að fara vel yfir skilmála gildandi deiliskipulags Nauteyrar og gera grein fyrir hvernig framkvæmdin samræmist því.

 

Sérstök athygli er vakin á skilmálum deiliskipulagsins um framkvæmdir innan Suðursvæðis:  „Á suðursvæðinu vex plantan naðurtunga á afmörkuðu svæði, en tegundin er á válista. Gæta skal að því að raska ekki vaxtarsvæði plöntunnar. Áður en framkvæmdir á svæðinu hefjast skal framkvæmdaaðili kynna sér útbreiðslusvæði plöntunnar. Afmörkun svæðisins skal merkt þannig að tryggja megi verndun hennar á framkvæmdatíma.“ Deiliskipulagið er aðgengilegt í skipulagsvefsjá á slóðinni  https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=13225



8. Finna hótel, umsókn um byggingarleyfi að Borgabraut 4.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókninni að svo stöddu, og beinir til því til umsækjanda að gera umhverfis- og skipulagsnefnd betur grein fyrir framkvæmdum við Finna hótel án tilskilinna leyfa.



9. Þorgeir Pálsson, umsókn um stöðuleyfi að Stóru-Grund.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina til eins árs eins og byggingarreglugerð kveður á um.


10. Þorgeir Pálsson 2 erindi vegna Stóru-Grundar


10 A)Staðsetning gestahúss á Stórugrund.  Nú hefur US nefnd áður samþykkt flutning á gestahúsi af Borgabraut 27 inn á Stórugrund og var þá miðað við staðsetningu fyrir ofan veg.  Nú viljum við halda þeim kosti opnum að fá að staðsetja húsið á flötinni fyrir neðan veg, nær sjónum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu erindisins þar til lóðarmörk liggja fyrir.

 

10 B) Mat á lóðastærð. Við óskum eftir því að Magnús Leopoldsson, fasteignasali, verði fenginn til að meta áætlaða lóð Stóru-Grundar sem verður grunnur að endurnýjuðum lóðaleigusamningi. Mikilvægt er að þessi skilgreining sé skýr og afdráttarlaus, enda ályktaði US nefnd í þá veru fyrr á árinu. Magnús Leopoldsson er reyndur í málum af þessu tagi og við óskum því eftir mati hans á stærð þess lands sem heyrir undir Stóru-Grund.

Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir sveitarstjórn á að þetta sé í verkahring byggingarfulltrúa, en ef lóðarhafi vill fá annan aðila til verksins þá leggst umhverfis- og skipulagsnefnd ekki gegn því ef lóðarhafi stendur straum af þeim kostnaði.



11. Fyrirspurn frá Við Fimm Café Riis Hólmav. ehf. um leyfi til að byggja smáhýsi á lóð Brukkugötu 4 “Bragginn”


Atli Már Atlason situr hjá í þessum lið. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að sækja um byggingarleyfi á grundvelli aðalskipulags og skila inn fullnægjandi gögnum sbr byggingarreglugerð.



12. Reynir Snædal, umsókn um flutning á stöðuhýsi til Hallsstaða.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja flutning á húsinu gegn því að skila inn til byggingarfulltrúa löggiltum aðaluppdráttum og umsókn um byggingarheimild/leyfi sbr. 2.3.6. gr. C liður í byggingarreglugerð.


13. Magnús Steingrímsson, umsókn um byggingarleyfi að Stað Steingrímsfirði.


Marta Sigvaldadóttir situr hjá í þessum lið. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

 


Fundi slitið kl 20:12

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón