A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsmálastjóri í fríi vikuna 3.-7. september

| 31. ágúst 2012
Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps verður í sumarfríi frá 3.-7. september 2012. Ef brýn barnaverndarmál koma upp vinsamlega hafið samband við 112. Ef um annars konar mál eru að ræða vinsamlega sendið tölvupóst á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Fróðlegur fyrirlestur fyrir 7.-10. bekk næsta föstudag

| 29. ágúst 2012
Bergvin hress í bragði - ljósm. visir.is
Bergvin hress í bragði - ljósm. visir.is
Föstudaginn 31. ágúst kl. 20:00 ætlar Bergvin Oddsson - Beggi blindi - að kíkja í Félagsmiðstöðina Ozon með fyrirlestur og uppistand. Viðburðurinn er fyrir 7.-10. bekk. Beggi er fyndinn og skemmtilegur náungi sem hefur slegið í gegn með uppistandi sínu. Hann missti sjónina þegar hann var í 9. bekk, en lætur það ekki hamla sér á neinn hátt. Hann hefur skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga og hefur einnig gefið út eigin reynslusöguna "Að heyra barnið sitt vaxa" sem fjallar um hvernig er að annast barnið sitt án þess að sjá það....
Meira

Vefur Grunnskólans uppfærður og endurbættur

| 28. ágúst 2012
Skjámynd af nýjum vef Grunnskólans
Skjámynd af nýjum vef Grunnskólans
Undanfarna viku er búið að gera miklar breytingar á vef Grunnskólans á Hólmavík, en hann má sjá með því að smella hér. Breytingarnar á vefnum hafa helst miðað að því að gera hann notendavænni, sérstaklega með tíðari uppfærslum, hnitmiðaðri texta og auðveldara aðgengi  fyrir börn, foreldra og alla aðra sem tengjast skólasamfélaginu í Strandabyggð að hagnýtum upplýsingum um skólastarfið. Fólk er hvatt til að skoða vefinn reglulega og nýta sér hann til hins ítrasta.

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

| 27. ágúst 2012
Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Hólmavík
Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum á Hólmavík

Dagana 31. ágúst til 1. september verður haldið foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar þar sem fjallað verður m.a. um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika, hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og ákveðni, auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu, nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt, kenna börnum æskilega hegðun og takast á við venjuleg vandamál í uppeldi.

 

Leiðbeinandi námskeiðsins er Ester Ingvarsdóttir BA. sálfr. og Cand. Psych sálfræðikandídat en Ester er starfsmaður á Þroska- og hegðunarstöð og hefur kennt þar á fjölmörgum uppeldisnámskeiðum. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík og má nálgast upplýsingar um skráningu, verð og tímasetningar hér.

Heilsuátak á næstu grösum

| 21. ágúst 2012
Hraustir krakkar á Ströndum - ljósm. ASJ
Hraustir krakkar á Ströndum - ljósm. ASJ
Það er alltaf nóg um að vera í Strandabyggð - og nú líður að heilsueflingu! Í komandi septembermánuði mun sveitarfélagið Strandabyggð standa fyrir alhliða heilsueflingu þar sem boðið verður upp ýmsar leiðir til að bæta eigin heilsu og líðan. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður boðið upp á sundleikfimi, krakkaíþróttir, þrekæfingar, göngu og hlaupahópa. Þjálfarar mæta í þreksal og veita fólki aðstoð við æfingar.

Dagskrá átaksins verður auglýst hér á vefnum þegar nær dregur og hver atburður kynntur vel og rækilega áður en hann hefst. Mörg fyrirtæki á Hólmavík hafa ákveðið að taka þátt með ýmsum leiðum sem verða auglýstar í september.

Íbúar Strandabyggðar eru hvattir til að taka þátt og njóta - fylgist með hér á vefnum!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón