A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Baráttudagur gegn einelti

| 08. nóvember 2013
Í dag er báráttudagur gegn einelti. Íbúar og stofnanir Strandabyggðar taka  virkan þátt eins og endranær þegar góð málefni eru annars vegar.

Til að vekja athygli á skaðsemi eineltis og mikilvægi þess að koma í veg fyrir það eru fyrirtæki, stofnanir og samfélagið í heild hvöttr til að taka þátt og láta bjöllur, flautur og klukkur óma í sjö mínútur, eina mínutu fyrir hvern vikudag án eineltis.

Hér í Strandabyggð verður opið hús í Grunnskólanum þar sem tómstundafulltrúi hringir skólabjöllunni, börnin á leikskólanum ætla að búa til læti, kirkjuklukkunum verður hringt, starfsfólk Vegagerðarinnar mun flauta og skipsflautan á Fönix mun óma. Einstaklingar eru enn fremur hvattir til þátttöku, ýmist með því að mæta á opið hús Grunnskólans, með því að flauta sjálfir eða skrifa undir Þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti á vefsíðunni www.gegneinelti.is.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón