A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skilaboðaskjóðan

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. apríl 2014
Dvergarnir spá og spekúlera
Dvergarnir spá og spekúlera
« 1 af 2 »

Óhætt er að segja að félagsheimilið á Hólmavík hafi iðað af tónlist, lífi, leik og fjöri undanfarnar vikur en þar hafa mætt ýmsar furðupersónur til að taka þátt í Skilaboðaskjóðunni, en hún verður frumsýnd á laugardaginn. Þetta skemmtilega verk er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson og var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1993.  

Uppsetningin hér er í samstarfi Grunn og tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er þetta 6. samstarfsverkefnið frá árinu 2000.  Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir og tónlistarstjórn er í höndum Hildar Heimisdóttur. Leikarar eru fjölmargir nemendur úr 8.-10 bekk grunnskólans og úr FNv dreifnámi á Hólmavík.  Tryggið ykkur miða sem fyrst á þessa skemmtilegu sýningu en sýningar eru sem hér segir:

Frumsýning 5. apríl kl.14.00
2.sýning 6. apríl kl.14.00
3.sýning 9. apríl kl.19.00
4.sýning páskadag 20.apríl kl.19.00
5.og lokasýning 2.páskadag 21.apríl kl. 14.00

Miðapantanir eru hjá Ester miðasölustjóra í síma 693-3474

Tilkynning frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 01. apríl 2014
Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík 29. apríl næstkomandi. Þeir íbúar sem vilja óska eftir tíma hjá Magnúsi er bent á að hafa samband við Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps á skrifstofutíma í síma 451-3521 eða að senda á hana póst í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is ....
Meira

Laus staða yfirleiðbeinanda Vinnuskóla Strandabyggðar

| 25. mars 2014
Vinnuskóli Strandabyggðar auglýsir eftir yfirleiðbeinanda sumarið 2014. Eitt fimm vikna tímabil verður í boði í Vinnuskóla Strandabyggðar í sumar og hefur yfirleiðbeinandi umsjón með því.

Hægt verður að kanna þann möguleika að samræma starf yfirleiðbeinanda og önnur störf í sveitarfélaginu eftir þörfum.

Vinnuskóli Strandabyggðar heyrir tómstundafulltrúa og er í nánu samstarfi við verstjóra Áhaldahúss....
Meira

Forsetahjónin heimsækja Strandabyggð

| 21. mars 2014
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja Hólmavík dagana 23. og 24. mars. Á sunnudag kynna forsetahjónin sér starfsemi Hundabjörgunarsveitar Íslands sem verður við æfingar á svæðinu en Dorrit er verndari sveitarinnar. Á mánudag heimsækja forsetahjónin m.a. Grunn- og tónskóla Hólmavíkur, leikskólann Lækjarbrekku og Þróunarsetrið á Hólmavík fyrir hádegi og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um hádegisbil þar sem þau snæða hádegisverð með heimilismönnum og starfsfólki. Þá munu forsetahjónin jafnframt heimsækja fleiri stofnanir, söfn og fyrirtæki í sveitarfélaginu áður en þau halda suður á ný. ...
Meira

Fundur umvhverfis- og skipulagsnefndar

| 14. mars 2014

Næsti fundur umhverfis- og skipulagsnefndar verður fimmtudaginn 20. mars n.k. Erindi sem taka þarf fyrir á fundinum þurfa að berast  skrifstofu Strandabyggðar fyrir hádegi þriðjudaginn 18. mars.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón