Skjaldbakan – Turtle Filmfest
Meira
Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi Strandabyggðar er komin í veikindaleyfi og mun í framhaldi af því fara í fæðingarorlof. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsmanni til að leysa tómstundafulltrúa af í fjarveru hennar en Esther ráðgerir að vera fjarverandi í u.þ.b. eitt ár.
Við óskum Esther góðs gengis og hlökkum til að fá hana til okkar á ný.
Fundur nr. 1235 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 26. maí 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...Nokkrar stöður eru lausar til umsóknar við leikskólann Lækjarbrekku og grunnskólann á Hólmavík. Um er að ræða 100% stöðu deildarstjóra við leikskólann og stöður tónlistarkennara, tungumálakennara, raungreinakennara og stöður stuðningsfulltrúa við grunnskólann. Einnig er laus staða íþróttakennara en um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreifingarinnar á svæðinu. Umsóknarfrestur er til 30. maí. Nánari upplýsingar í þessari auglýsingu.