A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kynning á deiliskipulagslýsingu fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri í Strandabyggð.

| 16. nóvember 2015

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri á Langadalsströnd sem tilheyrir Strandabyggð.  Skipulagssvæðið er rúmir 200 ha að stærð en þar er starfræt fiskeldi.  Innan svæðisins eru einnig borholur fyrir heitt vatn svo og dælur og brunnhús fyrir kalt vatn við Hafnardalsá sem nýtt er til fiskeldisins.  Að auki eru sumarhús og safnið Steinshús innan skipulagssvæðisins.

Í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman lýsing á deiliskipulagsverkefninu og er hægt að nálgast hana á heimasíðu Strandabyggðar,  strandabyggd.is.  Tillagan er háð umhverfismati samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.  Frestur til að senda inn athugasemdir eða koma með ábendingar sem snerta deiliskipulagslýsinguna er til 18. desember n.k. og skulu þær sendar skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Strandabyggðar Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.

Smellið hér til að sjá deiliskipulagslýsingu.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón