A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

"Allt á kafi!" á Hörmungardögum

| 13. febrúar 2014

Á Hörmungardögum opnar ný sýning í Hnyðju. Yfirskrift sýningarinnar er "Allt á kafi" og verður þar að finna ljósmyndir, kvikmyndir og frásagnir frá snjóavetrinum mikla árið 1995. Sýningin verður opnuð formlega föstudaginn 14. febrúar klukkan 14:00 og er opin þann daginn, laugardaginn 15. febrúar verður opið frá 11-14 og opið verður frá 12-15 á sunnudaginn.


Þjóðfræðistofa safnar frásögnum á skrifstofu tómstundafulltrúa á efri hæð Hnyðju á opnunartímum sýningarinnar Allt á kafi! á föstudegi klukkan 14-16 og laugardegi klukkan 11-14. Sérstaklega er leitast eftir hörmungarsögum og sögum frá snjóavetrinum 1995.

...
Meira

Hörmuleg ljóðlist á Kaffi Galdri

| 11. febrúar 2014
Eiríkur Örn Norðdahl verður á Kaffi Galdri á Hörmungardögum
Eiríkur Örn Norðdahl verður á Kaffi Galdri á Hörmungardögum
Listamennirnir A Rawlings, Eiríkur Örn Norðdahl, Katariina Vuorinen Sachiko Murakami og Marko Niemi taka yfir Kaffi Galdur á laugardeginum og standa fyrir forspá, ljótuljóðakeppni, dimmum frásögnum, sýningu á finnskri þjóðtrú og áslætti. Hér getur allt gerst og þér er boðið með. Komdu við milli 12 og 15 og þáðu vont kaffi meðan þú skrifar þitt hörmungarljóð og njóttu svo sýningarinnar og verðlaunaafhendingar milli 17 og 19....
Meira

Dagskrá Hörmungardaga

| 11. febrúar 2014
Þessi eru spennt yfir dagskrá Hörmungardaga
Þessi eru spennt yfir dagskrá Hörmungardaga
Nú er dagskráin loksins orðin opinber og er á leiðinni heim til íbúa Strandabyggðar og nærsveita. Hún er að sjálfsögðu ótrúlega spennandi og fjölbreytt. Fylgist með nánari fréttum af viðburðum næstu daga....
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1218 í Strandabyggð

| 07. febrúar 2014

Fundur 1218 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 11. febrúar 2014, kl. 16.00 í Hnyðju.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Hörmungardagar nálgast

| 30. janúar 2014
Nú styttist í Hörmungardaga og er dagskráin óðum að skýrast.

Heilmargt verður á döfinni og fjölbreytnin mikil eins og vera ber með þema sem rúmar svo margt sem hlýtur sjaldan rými.

Á Hörmungardögum ætlum við að njóta þess að vera eins og við erum og leyfa okkur að leggja grímurnar okkar til hliðar örskamma stund, enda engin ástæða til að þykjast vera endalaust í stuði og vera ávallt upp á sitt besta, allra síst á milli Þorra og Góu.

Dagskráin býður okkur upp á að kynnast nánar hörmungarástandi víða um heim sem og að minnast hörmulegra aðstæðna í okkar eigin sögu. Tækifæri til að létta á sér munu bjóðast og eins möguleikinn á að létta undir með náunganum sem ef til vill á um sárt að binda. Áhugasamir munu sviðsetja morðgátu í nágrenni Hólmavíkur eða bragða á vondu kaffi í misgóðum félagsskap. Dansinn mun duna, fæturnir arka og listin mun lifa í formi ljóða, leikrita, ljósmynda og tónlistar svo eitthvað sé nefnt. Listamennirnir sem koma fram eru svo sannarlega ekki hörmulegir og list þeirra enn síður, en allir finna þeir samhljóm í hörmungunum með einum eða öðrum hætti.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón