A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Góð þátttaka á íbúafundi um skólastefnu

| 12. maí 2015
Þriðjudaginn 5. maí síðastliðinn var efnt til íbúafundar um skólastefnu Strandabyggðar. Vel var mætt til fundarins sem haldinn var í félagsheimilinu á Hólmavík. Í hléi var boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma en nemendur úr 10. bekk grunnskólans sáu um kaffið. Fyrir fundinum lágu drög að nýrri skólastefnu þar sem áhugasamir gátu kynnt sér efni hennar en á fundinum sjálfum var farið í vinnu þar sem þátttakendum var skipað í hópa og lagðar eftirfarandi spurningar fyrir hópana:...
Meira

Starfsmannamál - Íþróttamiðstöðin á Hólmavík

| 11. maí 2015
Gunnar S. Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík hefur óskað eftir og fengið leyfi frá störfum vegna veikinda. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsmanni í afleysingar....
Meira

Þeir tóku viðtal við sveitarstjórann

| 11. maí 2015
Þessir ungu herramenn úr grunnskóla Hólmavíkur þeir Helgi, Svanur og Róbert heimsóttu mig á skrifstofuna í morgun. Þeit tóku þetta líka fína viðtal í tengslum við samfélagsfræðiverkefni sem þeir eru að vinna í skólanum og upplýsist þar m.a. hvað ég hyggst sýsla við þegar ég ver 63 ára. Þetta fannst mér skemmtilegt.

Tónleikar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. maí 2015


Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar í Hólmavíkurkirkju 15. maí.


 Föstudaginn 15. maí n.k. kl. 20 verða Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur með söngskemmtun í Hólmavíkurkirkju. Kórinn er að halda upp á 50 ára afmæli með söngferð til Vestfjarða og Stranda, en stofnandi kórs eldri félaga var Sigurður Þórðarson frá Gerðhömrum í Dýrafirði. Sigurður var stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur í áraraðir og stofnaði kórinn árið 1926.

...
Meira

Opið fyrir umsóknir í VinnuskólaStrandabyggðar

| 08. maí 2015
Öll ungmenni fædd á árabilinu 1998-2002 sem eiga foreldri eða forráðamann með skráð lögheimili í Strandabyggð geta sótt vinnu í Vinnuskólann.

Umsóknir í Vinnuskólann eru aðgengilegar á þessari slóð. En þær liggja jafnframt frammi á skrifstofu Strandabyggðar. Umsóknum skal skila til stkrifstofu eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 20. maí.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón