A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sundlaugin á Hólmavík-lokun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. febrúar 2014

Því miður verður sundlaugin og heitu pottarnir á Hólmavík lokuð um óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, laugardeginum 1. mars. Vegna bágrar vatnsstöðu í lónum Landsvirkjunar er ekki hægt að afhenda svokallaða „ótrygga orku“, en sundlaugin á Hólmavík er ein af stofnunum Strandabyggðar með hagstæða samninga um kaup á slíku rafmagni. Ekkert er hægt að fullyrða um það hvenær hægt verður að opna sundlaugina að nýju, en íþróttahúsið verður áfram opið og sömuleiðis þreksalur og sturtur. Athugið að Íþróttamiðstöðin verður alfarið lokuð á sunnudaginn 2. mars.

Íbúar Strandabyggðar og aðrir gestir laugarinnar eru beðnir velvirðingar á þessu ástandi sem varir vonandi ekki lengi. Eins er beðist velvirðingar á þeim skamma fyrirvara sem er gefinn, en málið kom ekki upp fyrr en í gær.  

Fræðslufundur um forvarnir

| 19. febrúar 2014
Magnús Stefánsson framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar á Íslandi heimsækir Strandabyggð miðvikudaginn 26. febrúar og verður með fræðslufund um fíkniefnaneyslu og forvarnir. Fundurinn hefst kl. 17.30 í Hnyðju

Fundurinn er opinn öllum sem vilja fræðast um þetta brýna málefni.
Sýnd verður ný heimildarmynd um íslensk ungmenni í neyslu. Helstu einkenni fíkniefnaneyslu eru kynnt og hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Vonumst til að sjá sem flesta

Kaffihúsafundur ungs fólks

| 18. febrúar 2014

Fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi verður haldinn kaffihúsafundur fyrir ungt fólk í Strandabyggð og nágrenni. Svipaður fundur var haldinn í Hnyðju í október síðastliðnum og ríkti mikil ánægja með hann. Þar var unnið með hugmyndina um ungmennahús, hvers vegna það væri mikilvægt og hvernig við vildum hafa það. 

Í þetta skiptið hittumst við í Félagsheimilinu kl. 20:00 þar sem Ungmennaráðið kynnir áform um opnun ungmennahúss og sýn sína í þeim efnum, en til stendur að opna ungmennahús þar í tilraunaskyni. Í framhaldinu ætlar Viktoría Rán hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða að kynna fyrir okkur gerð viðskiptaáætlana og aðstoða okkur við að láta drauminn um að opna kaffihús í ungmennahúsinu verða að veruleika. Að þessu loknu verður opið hús fram eftir kvöldi.

Allt ungt fólk á aldrinum 15-25 ára er sérstaklega hvatt til að mæta og leggja þannig grunninn að uppbyggingu ungmennahúss í Strandabyggð í Félagsheimilinu fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 20:00.

Hörmungardögum lokið

| 18. febrúar 2014
Þá er fyrstu Hörmungardögum í Strandabyggð formlega lokið. Hátíðin gekk þrátt fyrir allar hrakspár og ömurð einstaklega vel fyrir sig. Úr takti við allt var veðrið með besta móti og mætingin var framúrskarandi. Fullt var út úr dyrum á marga viðburði, enda margir gestir á svæðinu og var mætingin eingöngu vonbrigði á kvörtunarþjónustu sveitarstjórnarinnar....
Meira

Góðverk á Hörmungardögum

| 13. febrúar 2014

Menntastofnanir sveitafélagsins taka virkan þátt í Hörmungardögum og hafa ákveðið að nýta tækifærið til að minna okkur á hvað við í Strandabyggð höfum það gott, hvernig hagur margra annarra er og hvað við getum gert til að jafna bilið.

Í tilefni af Hörmungardögum hefur Leikskólinn Lækjarbrekka ákveðið að styrkja barn í SOS barnaþorpi. Leikskólinn gengur þar með inn í Sólblómaverkefni SOS og fær reglulega senda fræðslu, uppskriftir og annað úr heimabyggð viðkomandi barns. Einnig fá þau sendar myndir og fréttir af barninu, geta haldið upp á afmæli þess og svo framvegis. Börnin munu sjálf safna fyrir styrknum.


Nemendur fjalla um hörmungar í heiminum með því að setja á svið flóttamannabúðir og kynna þannig fyrir gestum hvernig aðbúnaður flóttafólks er víða. Fólk mun kynnast t.d. stærð matar- og vatnsskammta flóttafólks. Einnig verður fallað um lífsgæði á Íslandi og það sem við getum verið þakklát fyrir. Flóttamannbúðirnar verða opnar á milli 12 og 13.30 föstudaginn 14. febrúar.

Einstaklingar eru hvattir til að taka skólana sér til fyrirmyndar og láta gott af sér leiða á Hörmungardögum og létta þannig náunganum lífið í vetrarhörkunum með því að láta það berast. Hugmyndin að baki láttu það berast (e. Pay it forward) er að gera óeigingjörn góðverk og ætlast einskis í staðinn. Ef að hver og einn gerir þrjú góðverk og hver þeirra gerir sömuleiðis þrjú góðverk þessa sömu helgi verður brátt búið að gera öllum íbúum og gestum Strandabyggðarlífið auðveldara á Hörmungardögum. Þetta þarf ekki að vera mikið, knús hér og mannslíf þar, því eins og allir vita getur bros dimmu í dagsljós breytt. Nýtum tækifærið og notum helgina til að gera hvort annað hamingjusamara, það styttist nú einu sinni í Hamingjudaga.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón