| 06. júlí 2011
Hlauparar við upphaf Hamingjuhlaupsins - ljósm. Stefán Gíslason
Áð við Stóra-Fjarðarhorn - ljósm. Gunnlaugur Júlíusson
Ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson tók þátt í hlaupinu - ljósm. Stefán Gíslason
Hópurinn þéttur fyrir lokasprettinn - ljósm. Jóhann Guðmundsson
Á leiðarenda beið Hnallþóruhlaðborðið - ljósm. Gunnlaugur Júlíusson
Hamingjuhlaupið svokallaða fór fram í þriðja skipti á nýafstöðnum Hamingjudögum. Í ár var hlaupið frá Gröf í Bitrufirði til Hólmavíkur, alls 35,5 km, og stóð Stefán Gíslason að venju fyrir hlaupinu.
Alls hlupu 16 manns í hlaupinu, þar af sjö frá upphafi til enda. Tekið var á móti hlaupurunum með mikilli viðhöfn á hátíðarsvæðinu á Hólmavík og fékk Stefán þann heiður að skera fyrstu sneiðina af Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga.
Að sögn ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar sem tók þátt í hlaupinu hefur hann aldrei lokið hlaupi þar sem jafn mikill fjöldi fólks fagnar hlaupurum að leiðarlokum.
Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar af Hamingjuhlaupinu 2011.
Hér má lesa frásögn Gunnlaugs Júlíussonar af Hamingjuhlaupinu 2011.
Hér er myndaalbúm með myndum úr Hamingjuhlaupinu 2011.