A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikfélag Hólmavíkur fær heiðursverðlaun

| 05. júlí 2011
Einar Indriðason einn helsti frömuður leikfélagsins um árabil. Mynd IV.
Einar Indriðason einn helsti frömuður leikfélagsins um árabil. Mynd IV.

Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt á Hamingjudögum. Í ár ákvað dómnefndin að veita sérstök heiðursverðlaun Strandabyggðar fyrir gríðarlega öflugt menningarstarf undanfarna áratugi. Heiðursverðlaunin hlýtur Leikfélag Hólmavíkur fyrir leikrit, leikferðir, hátíðir, búninga, ljósameistara, brellur og hlátur og fyrir að auðga mannlíf á Ströndum undanfarin 30 ár.

...
Meira

Tilnefningar til Menningarverðlauna Strandabyggðar 2011

| 05. júlí 2011
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson og Kristjana Eysteinsdóttir fulltrúar í dómnefnd árið 2011. Á myndina vantar Ingibjörgu Emilsdóttur sem var á lokasprettinum í Hamingjuhlaupinu þegar myndin var tekin. Mynd JG.
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson og Kristjana Eysteinsdóttir fulltrúar í dómnefnd árið 2011. Á myndina vantar Ingibjörgu Emilsdóttur sem var á lokasprettinum í Hamingjuhlaupinu þegar myndin var tekin. Mynd JG.
Menningarverðlaun Strandabyggðar eru veitt sem árleg hvatning til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar og lista í sveitarfélaginu á líðandi ári. Ákvörðun um handhafa verðlaunanna er tekin af dómnefnd sem velur úr tilnefningum frá íbúum auk þess sem nefndin hefur heimild til að bæta við tilnefningum. Dómnefndin í ár var skipuð þremur fulltrúum úr Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, þeim Kristjönu Eysteinsdóttur, Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni og Ingibjörgu Emilsdóttur.

Eftirtaldir aðilar fengu tilnefningar árið 2011:...
Meira

Störf í leikskólanum Lækjarbrekku

| 05. júlí 2011
Hamingjusöm börn á Hamingjudögum. Mynd IV.
Hamingjusöm börn á Hamingjudögum. Mynd IV.
Auglýst er í annað sinn eftir starfsfólki á leikskólann Lækjarbrekku haustið 2011:

Vilt þú vinna í skemmtilegu og líflegu umhverfi við bæði gefandi og skapandi starf? Spennandi tímar eru framundan í leikskólanum Lækjarbrekku. Starfsfólk leikskólans er að hefja stefnumótunarvinnu fyrir skólann og er fyrirhugað að innleiða nýja leikskólastefnu næsta vetur. Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir tvö störf haustið 2011:
...
Meira

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma 7. júlí 2011

| 05. júlí 2011
Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, verður með opinn viðtalstíma fimmtudaginn 7. júlí 2011 milli kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Strandabyggðar.

Vel sótt Furðufataball á Hamingjudögum

| 05. júlí 2011
Furðuföt og fjör á föstudegi - ljósm. ASJ
Furðuföt og fjör á föstudegi - ljósm. ASJ
« 1 af 5 »

Á föstudagskvöldi á Hamingjudögum var haldið stórskemmtilegt Furðufataball í félagsheimilinu á Hólmavík. Skífuþeytarinn DJ Darri spilaði alla helstu barnaslagarana og sá til þess að börn og fullorðnir gátu dillað sér í gleði og hamingju.

Fjölmargir af yngri kynslóðinni mættu í furðufötum eða búningum sem sýndu fram á fjörugt hugmyndaflug og sköpuðu mikið fjör og stemmningu. Talið er að ríflega 100 manns hafi mætt á ballið og skemmtu allir sér hið besta.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón