Leikfélag Hólmavíkur fær heiðursverðlaun
Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt á Hamingjudögum. Í ár ákvað dómnefndin að veita sérstök heiðursverðlaun Strandabyggðar fyrir gríðarlega öflugt menningarstarf undanfarna áratugi. Heiðursverðlaunin hlýtur Leikfélag Hólmavíkur fyrir leikrit, leikferðir, hátíðir, búninga, ljósameistara, brellur og hlátur og fyrir að auðga mannlíf á Ströndum undanfarin 30 ár.
...Meira