A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytingar á gjaldskrám 1. febrúar 2011

| 28. janúar 2011

Í greinargerð með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar kemur fram að gjaldskrár í Strandabyggð hafa almennt verið með þeim lægri á landinu og verður svo áfram. Þriðjudaginn 1. febrúar 2011 taka í gildi breytingar á meðfylgjandi gjaldskrám og munu hækkanir nema að meðaltali 5-10%.  
 

Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu á grunnskólaaldri (16 ára og yngri) og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2011. Árskortanna má vitja í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá og með 1. febrúar 2011. 
 
Leikskólinn Lækjarbrekka, sjá hér
Grunn- og Tónskólinn, sjá hér
Íþróttamiðstöðin, sjá hér
Heimsendur matur, sjá hér
Ljósritun, sjá hér

Landshlutakeppni á Hólmavík næsta föstudag

| 26. janúar 2011
Föstudaginn 28. janúar, klukkan 20:00, fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík úrslitakeppni í Vestfjarðarriðli söngkeppni Samfés. Þar munu 10 söngatriði frá Hólmavík, Ísafirði, Flateyri og Bolungarvík keppa um að komast í lokakeppni sem fram fer í Laugardagshöllinni, laugardaginn 5. mars. Eitt atriði verður valið um kvöldið af þriggja manna dómnefnd til að keppa í lokakeppninni, en þrjú efstu sætin fá vegleg verðlaun. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 1.-10. bekk, en 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir börn yngri en 5 ára. Sjoppa félagsmiðstöðvarinnar verður á staðnum.  

Fjögur söngatriði koma frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík. Það eru þær Brynja Karen Daníelsdóttir sem sigraði söngkeppni Ozon síðasta föstudag með lagið Svo smá, Andrea Messíana Heimisdóttir með frumsamda lagið og textann Leyndarmál, Sara Jóhannsdóttir með lagið Án þín og Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir sem mun flytja lagið Lítill drengur. Fjölmargir hljóðfæraleikarar úr hópi Ozon-krakka koma fram í atriðunum. Strandamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk til dáða á föstudaginn.

Það eru tómstundafulltrúi Strandabyggðar og unglingarnir í félagsmiðstöðinni Ozon sem sjá um framkvæmd og skipulagningu keppninnar sem er einn stærsti viðburður fyrir unglinga á Vestfjörðum. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka þátt í skemmtilegri stemmingu. Að keppni lokinni verður haldið diskótek fyrir 8.-10. bekk. Þar stjórna þeir DJ Danni og DJ Darri tökkum og rafmixi. Miðaverð á dansleikinn er krónur 500.

Breyttur opnunartími í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

| 26. janúar 2011
Frá og með 1. febrúar tekur í gildi breyttur opnunartími í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Um er að ræða styttingu á opnunartímum á föstudögum og laugardögum. Við ákvörðunartöku varðandi opnunartímann var tekið mið af aðsókn í Íþróttamiðstöðina undanfarna vetur. Opnunartíminn verður sem hér segir:

 Vetraropnun

Sundlaug og gufubað

Mánudaga til fimmtudaga ................kl. 18:00 - 21:00
Föstudaga ..................................lokað
Laugardaga ................................kl. 14:00 - 19:00 - NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. FEBRÚAR 2011: 15:00 - 18:00

Þreksalur
Mánudaga til fimmtudaga ................kl. 10:00 - 21:00
Föstudaga ..................................kl. 10:00 - 17:00  NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. FEBRÚAR 2011: 10:00 - 14:00
Laugardaga ................................kl. 14:00 - 19:00  NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. FEBRÚAR 2011: 15:00 - 18:00


Heitur pottur opinn á ofanskráðum tímum.

Til ákvörðunar hvort forsvaranlegt sé að hafa sundlaugina opna vegna kælingar er meðfylgjandi tafla notuð til hliðsjónar:(Smelltu hér til að sjá viðmiðunartöflu vindkælingar)

Taflan sýnir áhrif vinds til kælingar og ef t.d. vindur er 5 metrar á sekúndu (m/s) og lofthiti -5°C þá er kæling á við -14°C í logni. Ef vindur er 8 m/s og lofthiti við frostmark er kælingin -14°C o.s.fr.

Sjálvirk veðurstöð er við sundlaugina og hún notuð við áhvörðun starfsmanna um opnun sundlaugar en pottur er opin eftir sem áður og gufubað ef við á.

Lúxusvandi í Strandabyggð: Vantar bæði húsnæði og leikskólapláss

| 25. janúar 2011

Sveitarfélagið Strandabyggð stendur frammi fyrir þeim lúxusvanda að hér vantar bæði húsnæði og fleiri leikskólapláss. Þessa dagana er verið að standsetja íbúð í gamla skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 sem fer í útleigu um helgina. Á sveitarstjórnarfundi þann 12. janúar s.l. var samþykkt erindi frá fasteignafélaginu Hornsteinum um viðræður við sveitarfélagið um mögulega aðkomu þess að byggingu íbúðarhúsnæðis á Hólmavík.

Vegna plássleysis í leikskólanum Lækjarbrekku fékk starfsfólk skólans þá góðu hugmynd að fjárfesta í borðum sem hægt er að fella upp að vegg þegar þau eru ekki í notkun. Með borðunum skapast aukið leikrými á Dvergakoti þar sem yngstu íbúar Strandabyggðar una sér í leik og starfi.

Lítil eftirspurn eftir vistun í Skólaskjóli á föstudögum

| 24. janúar 2011
Vegna lítillar eftirspurnar eftir vistun í Skólaskjólinu á föstudögum hefur verið ákveðið að fella þjónustuna niður þá daga fram á vor. Aðeins 1 barn er skráð í fulla vistun á föstudögum. Breytingin tekur gildi 1. febrúar n.k.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón