A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur þriðjudaginn 8. febrúar 2011

| 31. janúar 2011

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 8. febrúar 2011 á nýrri skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Fundurinn hefst kl. 18:00. Frestur til að skila inn erindum fyrir fundinn rennur út á miðnætti miðvikudaginn 2. febrúar 2011. Fundarboð ásamt dagskrá verður auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins, andyri Þróunarsetursins, á upplýsingatöflu Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og í Söluskála KSH.

Vönduð frammistaða keppenda - áhorfendur á öllum aldri fylltu Félagsheimilið

| 29. janúar 2011
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri. Mynd Jón Jónsson.
Sigurvegarinn Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri. Mynd Jón Jónsson.

Vestfjarðariðill í söngkeppni Samfés var haldinn á Hólmavík í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg en alls voru flutt 10 vönduð söngatriði. Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sigraði keppnina með glæsilegu atriði sem verður fram- lag félagsmiðstöðva á Vestfjörðum í landskeppni Samfés. Fjögur atriði voru frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík og eiga allir þátttakendur í keppninni þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu að sögn Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem var ánægð eftir keppnina.

,,Áhorfendur eiga líka lof skilið en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá fólk á öllum aldri fylla Félagsheimilið á Hólmavík. Eftir 10 ára starf með ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu rættist gamall draumur um að sjá og upplifa kynslóðabilið hverfa á viðburðum ætluðum unglingum. Hér tekur öll fjölskyldan og allir íbúar Strandabyggðar þátt í lífi og starfi unglinganna, yngri og eldri systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir Strandamenn.  Bilið sem við höfum of oft séð myndast milli fullorðinni og unglinga á samskonar atburðum er einhvern veginn ekki til staðar hér. Það er til fyrirmyndar".

Það voru ungmenni í félagsmiðstöðinni Ozon undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa, sem áttu heiðurinn af undirbúningi og framkvæmd keppninnar í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.

Umfjöllun og fleiri myndir frá keppninni má sjá á strandir.is

Breytingar á gjaldskrám 1. febrúar 2011

| 28. janúar 2011

Í greinargerð með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar kemur fram að gjaldskrár í Strandabyggð hafa almennt verið með þeim lægri á landinu og verður svo áfram. Þriðjudaginn 1. febrúar 2011 taka í gildi breytingar á meðfylgjandi gjaldskrám og munu hækkanir nema að meðaltali 5-10%.  
 

Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu á grunnskólaaldri (16 ára og yngri) og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2011. Árskortanna má vitja í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá og með 1. febrúar 2011. 
 
Leikskólinn Lækjarbrekka, sjá hér
Grunn- og Tónskólinn, sjá hér
Íþróttamiðstöðin, sjá hér
Heimsendur matur, sjá hér
Ljósritun, sjá hér

Landshlutakeppni á Hólmavík næsta föstudag

| 26. janúar 2011
Föstudaginn 28. janúar, klukkan 20:00, fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík úrslitakeppni í Vestfjarðarriðli söngkeppni Samfés. Þar munu 10 söngatriði frá Hólmavík, Ísafirði, Flateyri og Bolungarvík keppa um að komast í lokakeppni sem fram fer í Laugardagshöllinni, laugardaginn 5. mars. Eitt atriði verður valið um kvöldið af þriggja manna dómnefnd til að keppa í lokakeppninni, en þrjú efstu sætin fá vegleg verðlaun. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 1.-10. bekk, en 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir börn yngri en 5 ára. Sjoppa félagsmiðstöðvarinnar verður á staðnum.  

Fjögur söngatriði koma frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík. Það eru þær Brynja Karen Daníelsdóttir sem sigraði söngkeppni Ozon síðasta föstudag með lagið Svo smá, Andrea Messíana Heimisdóttir með frumsamda lagið og textann Leyndarmál, Sara Jóhannsdóttir með lagið Án þín og Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir sem mun flytja lagið Lítill drengur. Fjölmargir hljóðfæraleikarar úr hópi Ozon-krakka koma fram í atriðunum. Strandamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk til dáða á föstudaginn.

Það eru tómstundafulltrúi Strandabyggðar og unglingarnir í félagsmiðstöðinni Ozon sem sjá um framkvæmd og skipulagningu keppninnar sem er einn stærsti viðburður fyrir unglinga á Vestfjörðum. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka þátt í skemmtilegri stemmingu. Að keppni lokinni verður haldið diskótek fyrir 8.-10. bekk. Þar stjórna þeir DJ Danni og DJ Darri tökkum og rafmixi. Miðaverð á dansleikinn er krónur 500.

Breyttur opnunartími í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

| 26. janúar 2011
Frá og með 1. febrúar tekur í gildi breyttur opnunartími í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Um er að ræða styttingu á opnunartímum á föstudögum og laugardögum. Við ákvörðunartöku varðandi opnunartímann var tekið mið af aðsókn í Íþróttamiðstöðina undanfarna vetur. Opnunartíminn verður sem hér segir:

 Vetraropnun

Sundlaug og gufubað

Mánudaga til fimmtudaga ................kl. 18:00 - 21:00
Föstudaga ..................................lokað
Laugardaga ................................kl. 14:00 - 19:00 - NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. FEBRÚAR 2011: 15:00 - 18:00

Þreksalur
Mánudaga til fimmtudaga ................kl. 10:00 - 21:00
Föstudaga ..................................kl. 10:00 - 17:00  NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. FEBRÚAR 2011: 10:00 - 14:00
Laugardaga ................................kl. 14:00 - 19:00  NÝR OPNUNARTÍMI FRÁ 1. FEBRÚAR 2011: 15:00 - 18:00


Heitur pottur opinn á ofanskráðum tímum.

Til ákvörðunar hvort forsvaranlegt sé að hafa sundlaugina opna vegna kælingar er meðfylgjandi tafla notuð til hliðsjónar:(Smelltu hér til að sjá viðmiðunartöflu vindkælingar)

Taflan sýnir áhrif vinds til kælingar og ef t.d. vindur er 5 metrar á sekúndu (m/s) og lofthiti -5°C þá er kæling á við -14°C í logni. Ef vindur er 8 m/s og lofthiti við frostmark er kælingin -14°C o.s.fr.

Sjálvirk veðurstöð er við sundlaugina og hún notuð við áhvörðun starfsmanna um opnun sundlaugar en pottur er opin eftir sem áður og gufubað ef við á.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón