A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsmiðstöðin Ozon safnar flöskum

| 14. janúar 2013
Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir flöskusöfnun meðal íbúa á Hólmavík þriðjudagskvöldið 15. janúar. Söfnunin hefst klukkan 20:00 og stendur fram eftir kvöldi. Söfnunin er eflaust kærkomið tækifæri fyrir marga til að losa sig við birgðir sem safnast hafa upp um jól og áramót.


Allur ágóði af söfnuninni rennur beint til starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.

Sveitarstjórnarfundur 1204 í Strandabyggð

| 13. janúar 2013



Fundur
verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 15. janúar 2013, kl.
16.00 í Hnyðju



...
Meira

Hver er íþróttamaður ársins í Strandabyggð?

| 11. janúar 2013
Skíðaiðkendur í Strandabyggð - ljósm. strandir.is
Skíðaiðkendur í Strandabyggð - ljósm. strandir.is
Hér með er auglýst eftir tilnefningum um íþróttamann ársins í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is fyrir kl. 18:00 þriðjudaginn 15. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila. Á síðasta ári var samþykkt reglugerð um útnefninguna. Hún er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hefur umsjón með valinu. Upplýst verður um valið á íþróttahátíð Grunnskólans miðvikudaginn 16. janúar kl. 18:00.

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma

| 10. janúar 2013
Höfðagata 3 - ljósm. JJ
Höfðagata 3 - ljósm. JJ
Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi Strandabyggðar verður með viðtalstíma í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík, n.k. föstudag 11. janúar milli kl. 10:00 og 12:00. 

Nánari upplýsingar veiti Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi í síma 891-3952.

Tilkynning frá Félagsþjónustusvæðum Vestfjarða

| 10. janúar 2013

Í ljósi umfjöllunar um kynferðisbrotamál í Kastljósi undanfarna daga vilja félagsþjónustur á Vestfjörðum (Félagsþjónustan við Djúp, Félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar, Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps og Félagsþjónustan í Vestur-Barðastrandarsýslu) leggja áherslu á mikilvægi þess að þeir sem hafa orðið fyrir slíkri reynslu fái viðeigandi aðstoð og stuðning. Félagsmálastjórar á Vestfjörðum, veita aðstoð í slíkum málum og þeir sem vilja eru hjartanlega velkomnir til viðtals. Jafnframt er bent á samtökin Stígamót eða Sólstafi Vestfjarða.

 

Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri í Vesturbyggð

Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri í Bolungarvík og Súðavík

Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda- og Reykhólahrepps

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón