A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu!

| 07. mars 2013
Vegna ófærðar og veðurs undanfarna daga hefur Sorpsamlagið ekki getað sinnt sorphirðu eins og venjulega. Sorp verður hirt í dag og á morgun og eru íbúar beðnir um að moka frá sorpílátum til að liðka fyrir sorphirðingunni.

Tónaflóð verður haldið 13. mars

| 28. febrúar 2013
Nú hefur verið ákveðin ný dagsetning fyrir Tónaflóð, sem eru fjáröflunartónleikar nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík og félagsmiðstöðvarinnar Ozon. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 13. mars og verða nú staðsettir í Bragganum.

Þar munu hljómsveitir skipaðar nemendum úr 5-10 bekk spila valda slagara ásamt hinum og þessum söngvurum sem jafnan setja mikinn svip á viðburðinn. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Fjáröflunartónleikum frestað

| 20. febrúar 2013
Fjáröflunartónleikum félagsmiðstöðvarinnar Ozon og nemendafélags Grunnskólans sem vera áttu í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 24. febrúar hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Umsóknarfrestur til Menningarráðs rennur út á föstudag

| 19. febrúar 2013
Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur til ráðsins rennur út á föstudaginn kemur, 22. febrúar. Hægt er að skila inn umsóknum sem viðhengi í tölvupósti eða í gegnum vefsíðuna www.vestfirskmenning.is til miðnættis þann dag. Á vefsíðu ráðsins má einnig nálgast umsóknareyðublöð og allar leiðbeiningar. Hægt er að sækja um styrki í tveimur flokkum, bæði til afmarkaðra menningarverkefna og líka stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana í fjórðungnum....
Meira

Íbúafundur vegna framhaldsdeildar

| 13. febrúar 2013
Kynningarfundur um framhaldsdeild í Strandabyggð verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 18:00 fimmtudaginn 21. febrúar nk. Fundurinn er opin öllum íbúum Strandabyggðar og íbúar úr nágrannasveitarfélögum eru einnig hjartanlega velkomnir. Á fundinum mun Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fara ítarlega yfir alhliða starfsemi deildarinnar og Rakel Runólfsdóttir umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hvammstanga mun kynna hvernig til hefur tekist með uppbygginguna þar.

Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ragnar Bragi Ægisson, framhaldsskólanemar á Hvammstanga segja frá því hvernig er að vera nemandi í dreifnámi og Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar mun skýra frá undirbúningi heima í héraði. Auk kynninganna verður að sjálfsögðu tekið við fyrirspurnum úr sal. Allir að mæta!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón