A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstundafulltrúi í fríi vikuna 11.-15. febrúar

| 11. febrúar 2013
Tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar Snæberg Jónsson, verður í leyfi vikuna 11.-15. febrúar. Þeir sem þurfa að koma brýnum erindum til hans geta sent tölvupóst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Sveitarstjórnarfundur 1205 í Strandabyggð

| 08. febrúar 2013
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 12. febrúar 2013, kl. 16.00 í Hnyðju
...
Meira

Áskorun til starfsmanna fyrirtækja í Strandabyggð

| 05. febrúar 2013
Eitt af hlutverkum grænfánaverkefnisins hjá Grunnskólanum á Hólmavík er að efla lýðheilsu nemenda. Eitt af tækifærunum sem við nýtum okkur til þess er að bjóða nemendum að taka þátt í Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ.

Verkefnið höfðar til allra aldurshópa og eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Lýðheilsustöð, nú embætti landlæknis, gaf út í fyrsta skipti árið 2008 ítarlegar ráðleggingar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

 

Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmvík ákvað á síðasta fundi sínum að skora á alla starfsmenn fyrirtækja í Strandabyggð til að taka þátt í verkefninu og skrá sig í einstaklings- eða vinnustaðakeppni. Hægt er að skrá sig inná vefnum lifshlaupid.is og er þar að finna nánari upplýsingar um verkefnið. Keppnin hefst á morgun 6. febrúar og stendur vinnustaðakeppnin til 26. febrúar. Einstaklingskeppnin er í gangi allt árið.

Koma svo ALLIR MEÐ!!!!

Dagur leikskólans á Lækjarbrekku

| 04. febrúar 2013
Rannsóknarleiðangur - ljósm. af vef Lækjarbrekku
Rannsóknarleiðangur - ljósm. af vef Lækjarbrekku
Næsta miðvikudag, þann 6. febrúar, verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum víða um land. Leikskólinn Lækjarbrekka er þar engin undantekning, en þar verður opið hús frá kl. 9:00-11:00 og 14:00-16:00. Vakin er sértök athygli á því að frá kl. 10:00-11:00 verða börn fædd 2009 og 2010 í hreyfistund í íþróttahúsinu.

Í tilkynningu frá Lækjarbrekku kemur fram að allir sem áhuga hafa á að koma og skoða leikskólann og starfsemina sem þar fer fram eru hjartanlega velkomnir í heimsókn. Við hvetjum íbúa Strandabyggðar til að fjölmenna á dag leikskólans!

Söngkeppni Ozon í kvöld

| 31. janúar 2013
Ozon-liðar gerðu það gott í söngkeppni Samfés árið 2012 - ljósm. RÚV
Ozon-liðar gerðu það gott í söngkeppni Samfés árið 2012 - ljósm. RÚV
Í kvöld, fimmtudaginn 31. janúar, fer hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fram í Grunnskólanum á Hólmavík. Valin verða þau atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem haldin verður á Ísafirði föstudaginn 8. febrúar. Keppnin hefst kl. 18:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, grunnskólanemar borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn.

Hólmvíkingar eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón