Kökusala og mannlegt bókasafn
Félagsmiðstöðin Ozon verður með kökusölu og mannlegt bókasafn í anddyri Kaupfélagsins í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, milli klukkan 16 og 18. Tilefnið er félagsmiðstöðvardagurinn sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að kynnast því sem fer fram í félagsmiðstöðvum, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.
Meira