Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Skúli Hakim Thoroddsen, staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum, verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 16. desember n.k.
Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 458 2400.
Skúli Hakim Thoroddsen, staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum, verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 16. desember n.k.
Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 458 2400.
Sveitarstjórnarfundur 1371 í Strandabyggð
Fundur nr. 1371 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. desember kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Grettir Örn Ásmundsson
Júlíana Ágústsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Strandabyggð 6. desember
Þorgeir Pálsson oddviti
Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.
Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu stefnu um heilsueflandi skóla.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hreint sakavottorð
Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Ef enginn kennaramenntaður sækir um verður staðan boðin ófaglærðum en öll menntun er kostur
Umsóknarfrestur er til miðnættis 11. desember 2024. Æskilegt að störf geti hafist sem fyrst
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang: skolastjori@strandabyggd.is