Verðfyrirspurn vegna leikskólalóðar
Þorgeir Pálsson | 06. maí 2025
Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna frágangs á leikskólalóð við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík. Verkið snýst um að leggja niður jarðvegsefni samkvæmt teikningu, helluleggja og steypa göngustíg samkvæmt teikningu, staðsetja leiktæki, sandkassa og geymsluskúr samkvæmt teikningu.
Öll gögn eru aðgengileg hjá VERKÍS og ber áhugasömum að hafa samand við Jóhann Birki Helgason, sími 898-3772. Skilafrestur er 13.5 n.k. kl 16:00 og ber að skila tilboðum til Jóhanns Birkis Helgasonar, VERKÍS, netfang: jbh@verkis.is
Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum eða taka því sem uppfyllir best væntingar og kröfur sveitarfélagsins.