A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Áfram Vestur með Dýrafjarðargöngum.

| 24. nóvember 2009
Haldinn verður baráttufundur á Ísafirði laugardaginn 28. nóvember 2009 frá kl. 11:30 til kl. 13:00 í Edinborgarhúsinu.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Umhverfismat fyrir Dýrafjarðargöng.   Kynning:  Náttúrustofa Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson.
2. Leiðaval yfir Dynjandisheiði.  Kynning á störfum og verkefnum nefndar Samgönguráðherra um heilsársveg yfir Dynjandisheiði, Gísli Eiríksson Vegagerð ríkisins.
3. Stækkun samgöngu- og atvinnusvæðis með heilsárs samgöngum.  Ávörp: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri, Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Sigurður Jón Hreinsson iðnfræðingur 3xTechnology, Eggert Stefánsson rafeindavirki Vodafone og Kristján Haraldsson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
4. Ávörp fulltrúa þingflokka á Alþingi.
5. Ályktun fundarins.

Aðgerðarhópurinn ÁFRAM VESTUR.

Aðalskipulag Strandabyggðar

| 23. nóvember 2009

Unnið er að gerð Aðalskipulags fyrir Strandabyggð og er það Landmótun sem annast það verkefni.  Búið er að setja inn ýmis gögn er varða gerð skipulagsins inn á vefsíðu Strandabyggðar og er hægt að nálgast þau hér til vinstri undir tenglinum "Aðalskipulag".  Eru íbúar hvattir til að kynna sér gögnin og séu einhverjar athugasemdir eða ábendingar má koma þeim áleiðis til skrifstofu Strandabyggðar.

Íbúafundur

| 05. nóvember 2009

Þriðjudaginn 10. nóvember verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst fundurinn kl. 19:30.  Munu starfsmenn Landmótunar kynna þar stöðu mála við gerð nýs aðalskipulags fyrir Strandabyggð.  Eru íbúar hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér framkomnar tillögur sem og  til að koma athugasemdum á framfæri, ef einhverjar eru.

Fyrirhuguð breyting veglínu á Kópnesbraut.

| 13. október 2009

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að setja á sölu gamla barnaskólann á Kópnesbraut sem byggður var árið 1913.  Þar sem búið er að friða skólann ber kaupanda að koma ytra byrði í upprunanlegt horf en er heimilt að innrétta bygginguna eftir sínu höfði.  En vegna fyrirhugaðra breytinga á veglínu, þegar farið verður í að leggja bundið slitlag á Kópnesbrautina, má telja líklegt að núverandi vegur færist töluvert nær gamla barnaskólanum.  Eru því hugsanlegir kaupendur af gamla barnaskólanum, sem og allir íbúar sem áhuga hafa á, hvattir til að kynna sér tillögu um nýju veglínuna á Kópnesbraut en teikning af tillögunni mun liggja frammi á skrifstofu Strandabyggðar, og með því að smella hér.

Námsverið á Höfðagötu 3.

| 13. október 2009

Fjölmargir námsmenn í Strandabyggð hafa nýtt sér Námsverið  frá því að það var opnað á þriðju hæð hússins að Höfðagötu 3.  Hafa námsmenn sólarhringsaðgang að námsverinu og geta nýtt sér borðtölvur, þráðlausa nettengingu og prentara.  Slík námsver hafa verið starfrækt víða um land með góðum árangri og eru oft undanfari þess að opnuð sé framhaldsdeild á viðkomandi stað.  Þeir sem vilja nýta sér Námsverið geta komið á skrifstofu Strandabyggðar og fengið lykil afhentan.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón