Fara í efni

Atvinna: Umsjón með félagsstarfi aldraðra

08.07.2010
Strandabyggð auglýsir eftir umsjónarmanni með félagsstarfi aldraðra. Um 15% starf er að ræða frá 1. september 2010 til 31. maí og er gert ráð fyrir að félagsstarfið hefjist um mið...
Deildu

Strandabyggð auglýsir eftir umsjónarmanni með félagsstarfi aldraðra. Um 15% starf er að ræða frá 1. september 2010 til 31. maí og er gert ráð fyrir að félagsstarfið hefjist um miðjan september í félagsheimilinu á Hólmavík. Gerð er krafa um kunnáttu í föndri og annarri handavinnu eða handverki, sem og góða samskiptahæfni.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar eigi síðar en föstudaginn 23. júlí. Eyðublöð má nálgast á www.strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 451-3510, eða með tölvupósti á netfangið holmavik@holmavik.is.

Skrifstofa Strandabyggðar

Til baka í yfirlit