A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirhuguð breyting veglínu á Kópnesbraut.

| 13. október 2009

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að setja á sölu gamla barnaskólann á Kópnesbraut sem byggður var árið 1913.  Þar sem búið er að friða skólann ber kaupanda að koma ytra byrði í upprunanlegt horf en er heimilt að innrétta bygginguna eftir sínu höfði.  En vegna fyrirhugaðra breytinga á veglínu, þegar farið verður í að leggja bundið slitlag á Kópnesbrautina, má telja líklegt að núverandi vegur færist töluvert nær gamla barnaskólanum.  Eru því hugsanlegir kaupendur af gamla barnaskólanum, sem og allir íbúar sem áhuga hafa á, hvattir til að kynna sér tillögu um nýju veglínuna á Kópnesbraut en teikning af tillögunni mun liggja frammi á skrifstofu Strandabyggðar, og með því að smella hér.

Námsverið á Höfðagötu 3.

| 13. október 2009

Fjölmargir námsmenn í Strandabyggð hafa nýtt sér Námsverið  frá því að það var opnað á þriðju hæð hússins að Höfðagötu 3.  Hafa námsmenn sólarhringsaðgang að námsverinu og geta nýtt sér borðtölvur, þráðlausa nettengingu og prentara.  Slík námsver hafa verið starfrækt víða um land með góðum árangri og eru oft undanfari þess að opnuð sé framhaldsdeild á viðkomandi stað.  Þeir sem vilja nýta sér Námsverið geta komið á skrifstofu Strandabyggðar og fengið lykil afhentan.

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu 2009.

| 16. september 2009

 Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn fimmtudaginn 24. september 2009 á skrifstofu Strandabyggðar og hefst hann kl. 17:00.   Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • 1. Ársreikningur ársins 2007 lagður fram.
  • 2. Ársreikningur ársins 2008 lagður fram.
  • 3. Kosningar.
  • 4. Önnur mál.

Gert er ráð fyrir að fulltrúar frá öllum eignaraðilum mæti á fundinn.

Laust starf hjá Sorpsamlagi Strandasýslu

| 02. september 2009
 

Sorpsamlag Strandasýslu auglýsir eftir starfsmanni í fullt starf til að sjá um rekstur Sorpsamlagsins.  Leitað er eftir  einstaklingi sem getur tekið að sér framkvæmdastjórn og bókhald samlagsins ásamt því að sjá um söfnun og urðun sorps.   Gerð er krafa um að viðkomandi hafi meirapróf og þekking á bókhaldi og stjórnun er æskileg.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf hið fyrsta.  Umsóknum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar fyrir 10. september 2009.  Nánari upplýsingar veitir Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar í síma 451-3510 og 893-2409.

Stefnumót á Ströndum

| 25. ágúst 2009

Laugardaginn 29. ágúst n.k. verður sýningin "Stefnumót á Ströndum - atvinnu- og menningarsýning" opnuð og verður boðið upp á mikla og metnaðarfulla opnunardagskrá í tilefni dagsins.  Verndari sýningarinnar er Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og mun hann flytja hátíðarávarp.  Verður sýningin til húsa í félagsheimilinu á Hólmavík og munu yfir 60 aðilar, stofnanir, fyrirtæki og félög í Strandasýslu kynna starfsemi sína.  Auk þess er ætlunin að hlaupa með vinakveðjur um Arnkötludal og hlaða vörðu til framtíðar. Gert er ráð fyrir að margir leggi leið sína á Strandir og njóti alls þess sem boðið verður upp á um helgina en sýningin mun standa til 15. september.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 10 Strandamenn hlaupa til móts við íbúa úr Reykhólahreppi um Arnkötludalsveg þar sem þeir mætast á miðri leið með vinakveðju til hvor annarra. Við opnun vegarins í haust þá opnast ný tækifæri til að efla tengsl og samstarf milli íbúa á þessum tveimur svæðum.
Kl. 13-18 Opnun sýningar:
* Yfir 60 aðilar kynna starfsemi sína, verkefni og framtíðaráform á sýningunni
* Fjórir ættliðir Strandamanna reisa vörðu til framtíðar meðan á sýningu stendur, Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson. Allir þeir sem koma að sýningunni leggja stein í vörðuna úr sinni heimasveit.
* Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir eftir Ágúst G. Atlason opnuð á áhorfendapöllum félagsheimilisins.
Kl. 14 Hátíðardagskrá:
Tónskólinn á Hólmavík flytur tónlistaratriði.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verndari sýningarinnar, flytur hátíðarávarp.
Systurnar á Melum í Trékyllisvík flytja söngatriði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, flytur ávarp.
Ása Ketilsdóttir, Laugalandi, kveður lausavísur.
Galdramaður á Ströndum les vinakveðju úr Reykhólasveit.
Bjarni Ómar flytur frumsamda tónlist.
Kl. 16-18 Hólmadrangur býður sýningargestum í heimsókn.
Kl. 18:00 Café Riis opnar húsið fyrir veislu kvöldsins.
Veisluhlaðborð: Lambalæri, humar, reyktur lax og fleiri glæsilegir réttir. Borðapantanir í síma 616 9770. Bjarni Ómar spilar undir borðhaldi og frameftir kvöldi.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón