A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nemendur úr Tónskóla Hólmavíkur spila í Stykkishólmskirkju

| 12. mars 2011
Tónskólinn á Hólmavík. Mynd af vef Grunn- og Tónskólans.
Tónskólinn á Hólmavík. Mynd af vef Grunn- og Tónskólans.
Nótan, uppskeruhátíð fyrir tónlistarskóla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Vestur-Húnavatnssýslu verður haldin hátíðleg í Stykkishólmskirkju í dag. Sex nemendur úr Tónskólanum á Hólmavík taka þátt í hátíðinni en það eru þau Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Tómas Andri Arnarsson, Ísak Leví Þrastarson, Sara Jóhannsdóttir, Dagrún Kristinsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Hátíðin er nú haldin öðru sinni en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. 

 

Fundur með ríkisstjórn Íslands

| 11. mars 2011
Mynd: Jón Jónsson
Mynd: Jón Jónsson
Ríkisstjórn Íslands mun halda fund á Ísafirði í næstu viku með sveitarstjórnarfólki úr öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í frétt á heimasíðu RÚV kemur fram að ríkisstjórnin boði aðgerðir til uppbyggingar á Vestfjörðum, meðal annars í mennta- og velferðarmálum.  Í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra kemur fram að  stjórnin vilji ræða ýmsar hugmyndir sem snerti mennta- og velferðarmál við Vestfirðinga. Aðgerðirnar svipi til þeirra sem ríkisstjórnin kynnti á Suðurnesjum í lok síðasta árs. Ekki sé um stór verkefni að ræða en margt smátt skipti máli. Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, mun kynna brýnustu áherslur og hagsmunamál Stranda og Reykhólahrepps fyrir ríkisstjórninni.

Afli báta fyrstu 2 mánuði ársins.

Sigurður Þorvaldsson | 11. mars 2011

Landaður afli fyrstu 2 mánuði ársins er sem hér segir

 

Guðmundur Jónsson ST 17      10.308kg í 3 róðrum

Hafbjörg ST 77                           10.652kg í 5 róðrum

Hlökk ST 66                                92.820kg í 21 róðri

Hilmir ST 1                                  11.097kg í 4 róðrum

Kópnes ST 64                              5.939kg í 2 róðrum

Straumur ST 65                            2.621kg  í 2 róðrum

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma mánudaginn 14. mars

| 10. mars 2011
Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, verður með viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar mánudaginn 14. mars n.k. milli kl. 13:00 - 16:00.  Fundur verður hjá Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd sama dag kl. 16:00.

Námskeið fyrir nefndarfólk fært yfir á Café Riis

| 10. mars 2011

Námskeið fyrir fólk í nefndum og sveitarstjórn Strandabyggðar hefur verið fært úr Félagsheimilinu yfir á Café Riis. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir eftirfarandi þætti: 

  • Fundarsköp
  • Undirbúning undir nefndarfundi
  • Tillögugerð
  • Ritun fundargerða

Þeir sem ekki eru skráðir geta enn bæst í hópinn og mætt á Café Riis. Námskeiðið hefst kl. 17:00 í dag og stendur til klukkan 20:30. 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón