A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Reykhóladagurinn 29. ágúst 2009.

| 20. ágúst 2009
 

Reykhóladagurinn verður haldinn þann 29. ágúst 2009 og verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eins og sést hér á meðfylgjandi dagskrá.


Dagskrá:

Föstudagurinn 28. ágúst

  • Spurningakeppni Reykhólahrepps. Keppt verður í þriggja manna liðum þar sem sveitungar spreyta sig á ýmis konar spurningum og leiklistahæfileikarnir fá að njóta sín. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu. Hverjir standa uppi sem sigurvegarar?*

Laugardagurinn 29. Ágúst

10:00       Skiptst verður á kveðjum á Arnkötludal á milli Reykhólahrepps og Strandabyggaðar. Fulltrúar hreppsins afhenda vinakveðju og stein til Strandamanna.

10:00       Gönguferð um Reykhólasveit. Gengið verður á Geitafelli. Gangan hefst fyrir ofan veginn hjá Mýratungu (skilti verður á staðnum) c.a. 2-3 klst.

13:30       Dagskrá við Hlunnindasýninguna

  • Hoppukastalar.
  • Krökkum gefst kostur á að fara á hestbak.
  • Sveitamarkaður, þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
  • Ís frá Erpsstöðum.
  • Tombóla á vegum Vinafélags Grettislaugar, glæsilegir vinningar.
  • Dráttarvélar.
  • Bátasýning.
  • Áætlunarferðir um Reykhóla á heyvagni.
  • Kaffisala að hætti Kvenfélagsins Kötlu.
  • Ljósmyndasýning Björns Antons frá Bátadögum.
  • Frítt í sund, sundlaugin er opin frá kl 14:00 - 20:00

15:30       Tekið verður á móti maraþonhlaupurum í Haustlitahlaupinu. Þeir sem vilja geta hlaupið með frá Bjarkalundi eða Börmum. Skráning hjá Svanborgu 869-8713

16:30       Leikhópurinn Lotta verður í Kvenfélagsgarðinum. Þar sem ævintýrin lifna við.*

19:30       Íþróttahúsið opnar fyrir gesti

20:30       Kvöldverður hefst, þar sem gestir gæða sér á kræsingum sem eiga uppruna sinn í Reykhólasveit t.d. lambakjöt, selur og lundi

                0-6 ára: frítt                            7-14 ára:   1500 kr.                 15 ára og eldri:      3000 kr.

                Veislustjóri og skemmtikraftur: Helga Braga.

                Miðapantanir hjá Ástu Sjöfn s: 849-8531 og Rebekku s: 894-9123

                Dansleikur með hljómsveitinni Festival fram eftir nóttu.

* Inn á stjörnumerkta * atburði  er aðgangseyrir

 

Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta.

| 11. ágúst 2009
 

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009

 

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:

Bolungarvík

Langanesbyggð (Þórshöfn, Bakkafjörður)

 

Fyrir neðangreind byggðalög vísast auk reglugerðarinnar til sérstakra úthlutunarreglna í

hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 689/2009 í Stjórnartíðindum.

Strandabyggð (Hólmavík)

Stykkishólmur

Tálknafjarðarhreppur

Árneshreppur (Norðurfjörður)

Grýtubakkahreppur (Grenivík)

Dalvíkurbyggð (Dalvík, Hauganes, Árskógssandur)

Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður)

Sveitarfélagið Skagaströnd

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar.  Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2009.

 

Fiskistofa, 11. ágúst 2009.

Fjáröflunartónleikar í Hólmavíkurkirkju.

| 23. júní 2009
 

Miðvikudagskvöldið 24. júní næstkomandi munu tónlistarmennirnir Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán Jónsson  vera með fjáröflunartónleika í Hólmavíkurkirkju klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 1500 kr. en 500 kr. fyrir yngri en 16 ára. Aðgangseyrir fer óskiptur í sjóð sem ætlað er að standa undir kaupum á hálfflygli fyrir nemendur Tónskólans á Hólmavík.

 

Á tónleikunum munu Bjarni og Stefán flytja lög af Fyrirheitum, sólóplötu Bjarna Ómars en frá  því að platan kom út í haust hafa þeir ferðast með efnið og kynnt plötuna víða um land. Þeir hafa hlotið mikið lof fyrir tónlistarflutninginn og  platan hefur fengið mjög góða dóma. Meðal annars sagði Morgunblaðið í gagnrýni að á plötunni hafi verið vandað til verka í hvívetna og að hér sé á ferðinni plata sem væri eitt af þessum fölskvalausu hliðarverkefnum sem út komu á síðasta ári.  Að margra mati er um að ræða allt aðra upplifun af efni plötunnar á þessum tónleikum heldur en á plötunni enda ólíku saman að jafna þar sem lögin á  plötunni eru í stórum hljómsveitarútsetningum en á tónleikunum er túlkun þeirra Bjarna og Stefáns afar einlæg í þægilegum útsetningum fyrir píanó, kassagítar og söng.

 

Allir nemendur, foreldrar og velunnarar Tónskólans á Hólmavík eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til söfnunarinnar og eiga um leið skemmtilega og góða kvöldstund með þeim Bjarna og Stefáni.

 

Vakinn er athygli á að hægt er að greiða aðgangseyri með debet og kreditkortum. Þetta  eru næst síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð en þeir síðustu verða á Kaffi Norðurfirði laugardaginn 27. júní og hefjast kl. 20:00.

Alþjóðlegt kvöld á Galdrasafninu.

| 18. júní 2009
Síðastliðnar tvær vikur hafa dvalið hér 6 sjálfboðaliðar frá 6 mismunandi löndum við lagfæringu gangstíga um Borgirnar.   Lýkur dvöl þeirra nú um helgina og af því tilefni vilja þau koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

 

6 sjálfboðaliðar frá 6 mismunandi löndum,

6 tungumál og 6 sérréttir.


Við ætlum að halda alþjóðlegt kvöld þar sem við getum sýnt ykkur vinnu okkar og lært meira um Hólmavík og Ísland. Við viljum gjarnan hitta ykkur íbúa Hólmavíkur föstudagskvöldið 19. júní í Galdrasafninu kl. 20:00 og deila með ykkur reynslu okkar af þessu yndislega þorpi.


Allir velkomnir.

 

Izabella

Francesca

Filipa

Lukáš

Barbora

Benjamin

 

Lokahnykkurinn í kynningu á Fyrirheitum Bjarna Ómars.

| 15. júní 2009
 

Þessa dagana eru tónlistarmennirnir Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán Steinar Jónsson píanóleikari að ljúka tónleikahaldi sínu vegna kynninga á sólóplötu Bjarna Fyrirheit sem kom út  s.l haust. Á tónleikunum flytja þeir efnið af plötunni, spjalla við áheyrendur um daginn og veginn og segja frá tilurð laga og texta ásamt skemmtilegum sögum sem komu til við gerð plötunnar.

 

Tvennir tónleikar verða í næstu viku. Þeir fyrri verða fara fram í sal Grunnskólans á Borðeyri, mánudagskvöldið 15. júní og þeir seinni verða þriðjudagskvöldið 16. júní á veitingastaðnum Skriðulandi.  Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og

vakin er athygli á að enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana. Að tónleikunum loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama. Áætlun þeirra félaga gerði ráð fyrir að formlegu tónleikahaldi í  tilefni af útkomu plötunnar lyki með fjáröflunartónleikum í Hólmavíkurkirkju þar sem aflað væri fjár vegna kaupa á flygli fyrir nemendur Tónskólans. Tónleikarnir á Hólmavík fara fram miðvikudagskvöldið 24 júní en nú er ljóst að það verða ekki þeir síðustu því að þeir munu verða á Kaffi Norðurfirði laugardagskvöldið 27. júní.

 

Athugið að tónleikarnir á Hólmavík og í Norðurfriði verða nánar auglýstir þegar nær dregur. Tónleikahaldið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón