A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Minnum á frían flutning á gámum ef pantað er fyrir 1. apríl

| 22. mars 2011
Mynd: Jón Jónsson
Mynd: Jón Jónsson

Þeir sem panta pláss fyrir gáma á nýju gámasvæði við Skothúsvík fyrir 1. apríl n.k. fá frían flutning á gámum frá Hólmavík og nágrenni yfir á gámasvæðið. Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir alla gáma í Strandabyggð sem standa utan gámasvæðisins fyrir 1. apríl 2011. Gámasvæðið er hugsað sem þjónusta við íbúa Strandabyggðar sem nýta sér geymslugáma. Gámasvæðið er hluti af hreinsunarátaki í sveitarfélaginu en fljótlega verður hafist handa við að undirbúa nýtt geymslusvæði þar sem íbúar geta geymt stærri muni. 

Sveitarstjórnarfundur 1179

| 21. mars 2011
Sveitarstjórnarfundur 1179 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, miðvikudaginn 23. mars n.k.  Fundurinn hefst kl. 18:15.  Dagskrá fundarins má sjá hér.

Kviss, Búmm, Bang!

| 21. mars 2011
Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber eru framandverkaflokkurinn Kviss, Búmm, Bang!  Þær verða með opið  hús í Skelinni í kvöld kl. 20.00 og bjóða upp á óvænta uppákomu.  Hér má fræðast um verk þeirra og hugmyndafræði: http://www.kvissbummbang.com/

Sveitarfélagið Strandabyggð styrkir Skelina, lista- og fræðimannadvöl á vegum Þjóðfræðistofu.

Byggingarfulltrúi er við í dag

| 21. mars 2011
Gísli Gunnlaugsson, byggingarfulltrúi er með viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar í dag milli kl. 13:00 - 16:00. Fundur verður haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd kl. 16:00.

Ný gjaldskrá Hólmavíkurhafnar

| 21. mars 2011
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Vakin er athygli á að ný gjaldskrá Hólmavíkurhafnar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 8. febrúar s.l. Hún öðlaðist þegar gildi og verður byrjað að innheimta eftir henni 1. apríl n.k. Rukkað verður eftir eldri gjaldskrá fyrir allan febrúarmánuð og nýju gjaldskránni fyrir marsmánuð. Nýja gjaldskráin hefur verið aðengileg á vefsíðu sveitarfélagsins og má sjá hana hér. Í gjaldskránni er boðið upp á nýtt viðlegugjald en þeir bátar sem dveljast lengur í höfninni en 30 daga á ári eiga kost á að greiða það. Í viðlegugjaldi eru innifalin lestargjöld, bryggjugjöld og vatnsgjald.

Ný hafnarreglugerð hefur einnig verið samþykkt fyrir Hólmavíkuhöfn og bíður hún staðfestingar innanríkisráðuneytis.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón