A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjuhlaup á Hamingjudögum

| 21. mars 2011
Hamingjusamir hlaupagikkir. Mynd: Ingimundur Pálsson
Hamingjusamir hlaupagikkir. Mynd: Ingimundur Pálsson

Nú hefur verið staðfest að Hamingjuhlaupið verður haldið í þriðja skipti laugardaginn 2. júlí í sumar. Að vanda er það Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur frá Gröf í Bitrufirði, sem stendur fyrir hlaupinu. Hlaupaleiðin að þessu sinni er þannig að lagt verður upp frá Gröf í Bitrufirði, hlaupið norður yfir Bitruháls, fyrir botn Kollafjarðar, upp í Deildarskarð utan við Litla-Fjarðarhorn, yfir Hvalsárdal og að Heydalsá í Steingrímsfirði. Þessi leið er um það bil 32 km. að lengd.

Líklegt er að hlaupið hefjist seinnipart dags og ljúki á hátíðarsvæðinu á Hólmavík um kvöldið, þannig að koma hlauparanna marki opnun á hinu víðfræga tertuhlaðborði Hólmvíkinga á Hamingjudögum. Tímasetningar verða þó betur auglýstar þegar nær dregur.

Fræðast má um Hamingjuhlaupið og fleiri hlaup á hlaupadagskrá Stefáns Gíslasonar í sumar með því að smella hér. Einnig má skoða splunkunýjan vef Hamingjudaga á Hólmavík á slóðinni www.hamingjudagar.is.

Nefndar- og sveitarstjórnarfólk á námskeiði

| 20. mars 2011
Fulltrúar úr nefndum og sveitarstjórn Strandabyggðar. Mynd IV.
Fulltrúar úr nefndum og sveitarstjórn Strandabyggðar. Mynd IV.

Nýverið var haldið námskeið fyrir nefndar- og sveitarstjórnarfólk í Strandabyggð þar sem farið var yfir fundarsköp, undirbúning undir fundi, ritun fundargerða, tillögugerð og ræðumennsku. Námskeiðshaldari var Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ. Nágrannasveitarfélögum var boðið að vera með á námskeiðinu en veður og slæm færð komu í veg fyrir þátttöku annarra en heimamanna. Á námskeiðinu kom m.a. fram að nefndarfólk óskar eftir frekari upplýsingum um hversu mikið fjármagn er áætlað í hvern málaflokk og að bókanir sveitarstjórnar og nefnda séu bæði hnitmiðaðar og upplýsandi. 

Námskeiðið er hluti af almennri fræðslu fyrir nefndar- og sveitarstjórnarfólk í Strandabyggð en einnig verður boðið upp á námskeið fyrir einstaka nefndir sem og umræðufund með sveitarstjórn Strandabyggðar. Fulltrúar úr Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd sátu nýverið fjarfund um ný mannvirkjalög en byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, mun einnig fara yfir lögin með nefndinni á morgun, mánudaginn 21. mars. Þá hefur Velferðarnefnd nýverið setið fjarfund um hlutverk Velferðarnefnda og fyrirhugað er námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir skóla- og fræðslunefndir.  

Eftirfarandi nefndir eru starfandi í Strandabyggð:
- Atvinnumála- og hafnarnefnd, formaður Elfa Björk Bragadóttir
- Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd, formaður Valgeir Örn Kristjánsson
- Fræðslunefnd, formaður Steinunn Þorsteinsdóttir
- Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd, formaður Jón Stefánsson
- Umhverfis- og náttúruverndarnefnd, formaður Sigurður Atlason
- Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, formaður Salbjörg Engilbertsdóttir
- Velferðarnefnd, formaður Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.  Velferðarnefndin er sameiginleg nefnd með Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Strandabyggð og Reykhólahreppi.

Vestfirðingar funda á Hólmavík

| 20. mars 2011
Fjölmenni var á fundi á Hólmavík á dögunum þegar framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjörðum komu saman ásamt stjórnum og starfsfólki Fjórðungssambands Vestfjarða, Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða. Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjörðum voru að hittast í annað sinn á þessu ári til að fara yfir sameiginleg verkefni framundan og brýn hagsmunamál, en framkvæmdastjórarnir telja mikilvægt að samnýta krafta sveitarfélaganna við áframhaldandi uppbyggingu og þróun atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum.

Danssýning á Ströndum

| 20. mars 2011
5 - 16 ára nemendur  dönsuðu saman fjörugan hópdans við lag Shakiru, Wakawaka. Mynd IV.
5 - 16 ára nemendur dönsuðu saman fjörugan hópdans við lag Shakiru, Wakawaka. Mynd IV.
Strandamenn frá Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð héldu danssýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík s.l. föstudag. Sýningin var glæsilegt lokaverkefni nemenda á dansnámskeiði Jóns Péturs sem haldið var á Hólmavík dagana 14. - 18. mars. Sýndir voru ólíkir dansar, allt frá hliðar saman hliðar til frumsamins hópdans eftir Jón Pétur við lag Shakiru, Wakawaka. Strandamenn býða spenntir eftir að læra meira hjá Jóni Pétri eftir þessa skemmtilegu viku.

Tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar Jónsson, stóð fyrir námskeiðinu í samvinnu við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík.

Minnum á viðtalstíma byggingarfulltrúa

| 18. mars 2011
Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, verður með viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar mánudaginn 21. mars n.k. milli kl. 13:00 - 16:00.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón