| 14. september 2011
Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri skólakórs Kársnesskóla, hlaut jafnréttisviðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar.
Landsfundur jafnréttisnefnda á Íslandi var haldinn í Kópavogi dagana 9. - 10. september s.l. Var það jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs sem stóð fyrir landsfundinum að þessu sinni en boðið var upp á bæði fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Á landsfundinum kom fram að jafnréttisnefndir á Íslandi leggja ríka áherslu á jafnrétti einstaklinga óháð kyni, kynhneigð, uppruna, fötlun, aldri, trúarbrögðum eða öðrum flokkunum, auk þess sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að stofnanir og starfsstaðir sveitarfélaga séu til fyrirmyndar í þessum efnum. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar sat landsfundinn fyrir hönd Strandabyggðar. Á skrifstofu Strandabyggðar má skoða gögn sem dreift var til fundargesta....
Meira