Líflegt félagsstarf eldri borgara í Strandabyggð
Fulltrúi strandabyggdar.is var að sjálfsögðu á staðnum þegar vetrarstarfið hófst síðastliðinn þriðjudag og smellti af nokkrum skemmtilegum myndum.
Starfsmannagleði Strandabyggðar verður haldin föstudaginn 30. september nk. Þá smella starfsmenn Strandabyggðar af öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins, nefndum og sveitarstjórn, sér í stuðgírinn, binda þverslaufuna, pússa spariskóna og túpera hárið áður en þeir fjölmenna á Café Riis og skemmta sér saman fram á nótt við ljúffengan mat og heimatilbúin skemmtiatriði. Skráning á starfsmannagleðina er enn í fullum gangi, en um 60 manns hafa þegar skráð sig til leiks. Skráningarnetfangið er tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Allir sem ekki hafa skráð sig eru hvattir til að skella sér í það og mæta síðan galvösk á þennan skemmtilega viðburð!
Starfsmannagleðin er haldin í framhaldi af starfsdegi starfsfólks sveitarfélagsins í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hann stendur yfir frá kl. 13:00-16:00, en á honum verður unnið að því að efla jákvæða uppbyggingu, stuðla að áframhaldandi þróun á starfsemi sveitarfélagsins og skapa sterkari liðsheild.