Skjalavarsla á Ströndum og Reykhólahreppi
| 13. september 2011
Nú stendur yfir námskeið um skjalavörslu á vegum Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ) í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Á námskeiðinu er meðal annars verið að fara yfir afhendingarskyldu á gögnum og frágang skjalasafna. Sveitarfélögum og stofnunum þeirra ber skylda til að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands ef þau eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni. Aðeins 22 sveitarfélög á Íslandi eru ekki aðilar að héraðsskjalasöfnum og eru sveitarfélögin á Ströndum og Reykhólahreppur meðal þeirra....
Meira
Meira