A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lagasamkeppni Hamingjudaga 2011

| 22. febrúar 2011
Salbjörg Engilbertsdóttir í Tanknum
Salbjörg Engilbertsdóttir í Tanknum

Ákveðið hefur verið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2011. Skilafrestur á lagi í keppnina er til föstudagsins 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur þriðjudaginn 1. mars 2011

| 22. febrúar 2011
Mynd Jón Jónsson.
Mynd Jón Jónsson.
Fundur 1178 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 1. mars n.k. Frestur til að skila inn erindum fyrir fundinn rennur út á miðnætti miðvikudaginn 23. febrúar. Dagskrá fundarins verður auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins, í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík, Söluskála KSH og í anddyri Þróunarsetursins. Sveitarstjórnarfundurinn verður haldinn á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, 2. hæð, og hefst kl. 18:15. 

7. bekkur í skólabúðum í Reykjaskóla

| 21. febrúar 2011
Myndin er tekin á 7. bekkjar kvöldi í Grunnskólanum á Hólmavík.
Myndin er tekin á 7. bekkjar kvöldi í Grunnskólanum á Hólmavík.
Nemendur í 7. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík lögðu af stað í morgun í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Nemendurnir munu dvelja út vikuna í skólabúðunum þar sem þeirra bíður skemmtileg ævintýradagskrá. Sund, íþróttir, stöðvaleikir, náttúrufræði, Byggðasafnið á Reykjum og kvöldvökur er meðal þess sem ungmennin fá að kynnast næstu daga.

Skólabúðirnar i Reykjaskóla hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár en þangað koma 7. bekkingar víðsvegar að af landinu. Nemendur Grunnskólans á Hólmavík hafa safnað fyrir skólabúðunum með kökubasar, félagsvist og flöskusöfnun svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar þeim ánægjulegrar ferðar.

Kaldalónstónar á Ströndum í dag

| 20. febrúar 2011
Sigvaldi Kaldalóns. Myndin er af vef Snjáfjallaseturs sem er einn af aðstandendum Kaldalónstóna.
Sigvaldi Kaldalóns. Myndin er af vef Snjáfjallaseturs sem er einn af aðstandendum Kaldalónstóna.


Menningarhátíðin Kaldalónstónar verður haldin í Hólmavíkurkirkju og Félagsheimilinu á Hólmavík í dag til minningar um Sigvalda Kaldalóns lækni og tónskáld. Snjáfjallasetur, Þjóðfræðistofa, Kór Hólmavíkurkirkju og listamenn í Borgarfirði standa fyrir hátíðinni sem hefst kl. 14:00.

Dagný Sigurðardóttir, Snorri Hjálmarsson, Viðar Guðmundsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Kór Hólmavíkurkirkju sjá um tónlistarflutning. Sigurður Atlason og Katla Kjartansdóttir flytja fróðleik um skáldið auk þess sem sýningin Kaldalóns verður opnuð í Félagsheimilinu á Hólmavík eftir að dagskrá lýkur í Hólmavíkurkirkju. Þar verða einnig boðið upp á kaffiveitingar. Miðaverð er kr. 2.000 (ekki er tekið við greiðslukortum). Menningarráð Vestfjarða styrkir Kaldalónstóna.

Lionsklúbbur Hólmavíkur 50 ára - Tónskólinn á Hólmavík fær gjöf frá Lionsklúbbi Ísafjarðar

| 20. febrúar 2011
Myndin er fengin að láni hjá Café Riis sem sá um glæsilegar veitingar.
Myndin er fengin að láni hjá Café Riis sem sá um glæsilegar veitingar.
Lionsklúbbur Hólmavíkur fagnaði 50 ára afmæli klúbbsins með glæsilegri afmælishátíð í Félagsheimili Hólmavíkur í gær. Lionsklúbburinn hefur í hálfa öld staðið fyrir uppbyggilegum verkefnum og hlúð að mikilvægri starfsemi á Ströndum. Má þar nefna góðar gjafir sem Lionsklúbburinn hefur gefið til eflingar heilbrigðisþjónustu á svæðinu.  

Fulltrúar frá öðrum Lionsklúbbum komu víða að og fögnuðu afmælinu með heimamönnum. Lionsklúbbur Ísafjarðar vildi við þetta tilefni færa Tónskóla Hólmavíkur gjafabréf að upphæð kr. 100.000 til styrktar því öflugu tónlistarlífi sem Tónskólinn stendur fyrir á Ströndum. Fulltrúar frá Tónskólanum, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Sara Jóhannsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir fluttu falleg tónlistaratriði á afmælishátíðinni.

Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Lionsklúbbi Hólmavíkur hamingjuóskir með hálfrar aldar afmælið og þakkar fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón