A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Framkvæmdir að hefjast við Hólmavíkurhöfn

| 01. september 2011
Við Hólmavíkurhöfn. Mynd JJ.
Við Hólmavíkurhöfn. Mynd JJ.
31. ágúst var skrifað undir verksamning milli sveitarfélagsins Strandabyggðar og fyrirtækisins Ísar ehf. um endurbyggingu stálþils við Hólmavíkurhöfn og fyrsti verkfundur haldinn vegna framkvæmdarinnar.  Fundinn sátu Stefán Guðjónsson f.h. Ísar ehf., Ingibjörg Valgeirsdóttir hafnarstjóri Hólmavíkurhafnar, Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður, Jón Gísli Jónsson oddviti Strandabyggðar og Kristján Helgason f.h. Siglingastofnunar sem mun hafa umsjón með verkinu. 
...
Meira

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli

| 31. ágúst 2011
Mynd tekin þegar Flugmálastjórn afhenti Gjögursflugvelli gúmmíbjörgunarbát 2003. Mynd af vef bb.is
Mynd tekin þegar Flugmálastjórn afhenti Gjögursflugvelli gúmmíbjörgunarbát 2003. Mynd af vef bb.is
Flugslysaæfing fer fram á Gjögurflugvelli helgina 8. - 9.október 2011. Fræðsla fer fram á laugardeginum og æfing á sunnudeginum. Allir á útkallslista almannavarna vegna flugslysa eru boðaðir á æfinguna. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að leika sjúklinga á æfingunni. Vinsamlega hafið samband við oddvita Árneshrepps, Oddnýju Þórðardóttur í síma 451-4001.
...
Meira

Hamingjuhlaupið 2012 frá Trékyllisvík til Hólmavíkur

| 30. ágúst 2011
Hlaupið til hamingjunnar!
Hlaupið til hamingjunnar!
Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar Hamingjudagar eru annars vegar, en fyrsti dagskrárliður fyrir árið 2012 hefur þegar verið negldur niður. Það er Hamingjuhlaupið margfræga sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári, enda geta allir tekið þátt og hlaupið í takt við eigin getu. Að sögn Stefáns Gíslasonar, skipuleggjanda og upphafsmanns hlaupsins, mun hlaupið 2012 hefjast við Minja- og handverkshúsið Kört við Árnes í Trékyllisvík, öðrum þræði til heiðurs sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttur, sem er eins og margir vita frá Árnesi. Hlaupið í heild sinni er um 53 km og gæti tekið rúmar 7 klukkustundir að sögn Stefáns.  ...
Meira

Hlutastarf í íþróttamiðstöð auglýst laust til umsóknar

| 29. ágúst 2011
Íþróttamiðstöðin á Hólmavík auglýsir tímabundið starf laust til umsóknar:

Starfsmaður í íþróttamiðstöð veturinn 2011 - 2012
- Afgreiðslustörf
- Baðvarsla í kvennaklefa
- Létt þrif
- Sundlaugarvarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin
...
Meira

12 mánaða skýrsla sveitarstjóra

| 28. ágúst 2011
Sveitarstjórn Strandabyggðar, frá vinstri: Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Jón Gísli Jónsson oddviti og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri.
Sveitarstjórn Strandabyggðar, frá vinstri: Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir, Jón Gísli Jónsson oddviti og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri.
Á starfsdögum sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldnir voru helgina 27. - 28. ágúst 2011 var 12 mánaða skýrsla Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra kynnt en nú er ár síðan hún tók við starfi. Í skýrslunni eru dregin fram helstu verkefni sveitarfélagsins frá því að núverandi sveitarstjórn tók við eftir kosningar 2010 eins og sjá má hér.

Á starfsdögunum var farið yfir tillögu sveitarstjóra að breyttu skipuriti nefnda í sveitarfélaginu þar sem lagt er til að skipurit verði einfaldað með það að markmiði að efla skilvirkni, auka upplýsingaflæði, dreifa ábyrgð og ná betri árangri í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins (sjá hér). Lagt er til að fækka nefndum úr 7 í 5 þar sem sveitarstjórnarfulltrúi leiði hvert svið. Sveitarstjórn ásamt fleira sveitarstjórnarfólki af J-lista og V-lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skoðaði kosti og galla fyrirkomulagsins og velti upp fjölbreyttum möguleikum varðandi sviðin, fjölda þeirra og hvaða málefni ættu að fara undir hvert þeirra....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón