Kaldrananeshreppur styrkir Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík
Kaldrananeshreppur hefur ákveðið að styrkja Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík um kr. 200.000. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er vel sótt af innlendum og erlendum ferðamönnum. Í Upplýsingamiðstöðinni eru veittar ítarlegar upplýsingar um þjónustu, mannlíf, landslag og möguleika á eftirminnilegri upplifun á Ströndum og Vestfjörðum öllum. Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir góðan styrk en samstarf sveitarfélaga á Ströndum er til fyrirmyndar og fer sífellt vaxandi.
Strandabyggð skilaði 3 ára fjárhagsáætlun á réttum tíma
Störf í leikskóla og grunnskóla á Hólmavík
Grunn- og Tónskólinn auglýsir 100% stöðu tungumálakennara. Kennslugreinar danska og enska á mið- og unglingastigi með umsjón á unglingastigi og 80% staða stuðningsfulltrúa á yngsta stigi. Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir nýtt starf matráðs og ræstitæknis. Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00 - 16:00 auk þess sem leikskólinn auglýsir eftir öflugu fólki í afleysingar.
Sjá nánar.
...
Meira
Samkeppni um lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
Óskað er eftir tillögum að lógó Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Lógóið þarf að vera tilbúið til notkunar á tölvutæku formi. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er sameiginleg félagsþjónusta sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Félagsþjónustann sinnir þjónustu á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, málefni fatlaðs fólks, félagslegrar heimaþjónustu og málefni aldraðra.
...Meira