A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dansað á Ströndum í storminum

| 14. mars 2011

Dansnámskeið Jóns Péturs hefst í Félagsheimilinu á Hólmavík í dag. Kennt verður í þremur hópum og eru um 60 nemendur búnir að skrá sig frá Hólmavík, Drangsnesi og Árneshreppi.

Hóparnir er eftirfarandi:
Árgangur 2005 (skólahópur Lækjarbrekku),
1., 2. og 3. bekkur kl. 13:10-14:00.
4., 5. og 6. bekkur kl. 14:10-15:00.
7., 8., 9. og 10. bekkur kl. 15:10-16:00.

Verð er 4.000 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.500 kr. fyrir systkini. Greitt er á staðnum.
Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is        

17. Strandagangan haldin í fallegu veðri í dag

| 12. mars 2011
Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig vel í Strandagöngunni í dag. Mynd IV.
Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig vel í Strandagöngunni í dag. Mynd IV.
Strandagangan var haldin í fallegu veðri í Selárdal í dag. Alls tóku 82 keppendur þátt í göngunni og komu víða að, m.a. frá  Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, Súðavík, Ísafirði og höfuðborgarsvæðinu. Í 20 km göngunni sigraði Sigurbjörn Þorgeirsson frá Ólafsfirði og fékk hann hinn stórglæsilega Sigfúsarbikar til varðveislu næsta árið.  Sigurbjörn vann öruggan sigur í göngunni, en hann tók forustuna strax í upphafi og hélt henni alla leið.  Annar Ólafsfirðingur, Kristján Hauksson, kom næstur í mark en hann var rúmlega mínútu á eftir Sigurbirni. Að keppni lokinni skelltu keppendur sér í sundlaugina á Hólmavík áður en gengið var að veisluhlaðborði í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem verðlaunaafhending fór fram. Forsvarsmenn Strandagöngunnar voru ánægðir með daginn og sögðu mótið hafa gengið vel fyrir sig.

Frekari upplýsingar um úrslit keppninnar má finna á vef Strandagöngunnar.



Nemendur úr Tónskóla Hólmavíkur spila í Stykkishólmskirkju

| 12. mars 2011
Tónskólinn á Hólmavík. Mynd af vef Grunn- og Tónskólans.
Tónskólinn á Hólmavík. Mynd af vef Grunn- og Tónskólans.
Nótan, uppskeruhátíð fyrir tónlistarskóla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Vestur-Húnavatnssýslu verður haldin hátíðleg í Stykkishólmskirkju í dag. Sex nemendur úr Tónskólanum á Hólmavík taka þátt í hátíðinni en það eru þau Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Tómas Andri Arnarsson, Ísak Leví Þrastarson, Sara Jóhannsdóttir, Dagrún Kristinsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Hátíðin er nú haldin öðru sinni en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. 

 

Fundur með ríkisstjórn Íslands

| 11. mars 2011
Mynd: Jón Jónsson
Mynd: Jón Jónsson
Ríkisstjórn Íslands mun halda fund á Ísafirði í næstu viku með sveitarstjórnarfólki úr öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í frétt á heimasíðu RÚV kemur fram að ríkisstjórnin boði aðgerðir til uppbyggingar á Vestfjörðum, meðal annars í mennta- og velferðarmálum.  Í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra kemur fram að  stjórnin vilji ræða ýmsar hugmyndir sem snerti mennta- og velferðarmál við Vestfirðinga. Aðgerðirnar svipi til þeirra sem ríkisstjórnin kynnti á Suðurnesjum í lok síðasta árs. Ekki sé um stór verkefni að ræða en margt smátt skipti máli. Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, mun kynna brýnustu áherslur og hagsmunamál Stranda og Reykhólahrepps fyrir ríkisstjórninni.

Afli báta fyrstu 2 mánuði ársins.

Sigurður Þorvaldsson | 11. mars 2011

Landaður afli fyrstu 2 mánuði ársins er sem hér segir

 

Guðmundur Jónsson ST 17      10.308kg í 3 róðrum

Hafbjörg ST 77                           10.652kg í 5 róðrum

Hlökk ST 66                                92.820kg í 21 róðri

Hilmir ST 1                                  11.097kg í 4 róðrum

Kópnes ST 64                              5.939kg í 2 róðrum

Straumur ST 65                            2.621kg  í 2 róðrum

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón