A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Afmælistónleikar Viðars - ágóði rennur til góðgerðarmála

| 25. febrúar 2012
Viðar Guðmundsson tónlistarmaður í Miðhúsum verður með tónleika í Hólmavíkurkirkju í dag í tilefni af 30 ára afmæli sínu og hefjast þeir kl. 16:00. Viðar hélt fyrri afmælistónleika sína í Reykholtskirkju s.l. fimmtudag. Á tónleikunum munu ásamt Viðari koma fram kórar ásamt fjölda einsöngvara. Miðaverð er kr. 2.000.- og rennur allur ágóði til góðgerðarmála. Ekki verður posi á staðnum.

Heimilislegir tónleikar í Skelinni í kvöld

| 24. febrúar 2012
Tónlistarfólkið Adda og Linus eru nýir gestir í Skelinni - lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Adda hefur áður dvalið í Skelinni og hitaði þá upp fyrir tónleika Megasar í Bragganum ásamt Sunnu systur sinni. Nú er hún mætt á ný, með Linus sér við hlið, en þau verða með huggulega og heimilislega tónleika í Skelinni, föstudaginn 24. febrúar, kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Frétt af www.strandir.is

Góugleði 2012

| 23. febrúar 2012
Góugleðin 2011. Mynd Jón Jónsson.
Góugleðin 2011. Mynd Jón Jónsson.
Góugleðin verður haldin laugardaginn 10. mars n.k. Cafe Riis mun sjá um matinn og hin landsþekkta hjómsveit Stuðlabandið leikur fyrir dansi eftir að borðhaldi lýkur.  Að þessu sinni verður ekki gengið í hús með lista en skráning á skemmtunina fer fram í netföngum jedvald@simnet.is og smt@snerpa.is - eins er hægt hafa samband við Jón Eðvald Halldórsson í síma 862-8735  og Sigurð Marinó Þorvaldsson í síma 894-4806 sem taka niður skráningar.

Fréttatilkynning frá Góunefndinni.

Öskudagsball í Félagsheimilinu á Hólmavík

| 21. febrúar 2012
Mynd af vef Grunnskólans á Hólmavík
Mynd af vef Grunnskólans á Hólmavík
Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík heldur upp á gamlar hefðir og býður öllum börnum í Strandabyggð og nágrannasveitum að taka þátt í Öskudagsballi fyrir börnin miðvikudaginn 22. febúar, klukkan 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið fyllist af kátum krökkum, héðan og þaðan, og ef að líkum lætur skemmta allir sér konunglega. Foreldrar er hvattir til að koma með börnum sínum og fara í þrautakóng og slá köttinn úr tunnunni. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta furðufatabúninginn.

Frétt af vef Grunnskólans á Hólmavík.

Lokaáfangi að hefjast á neðstu hæðinni

| 21. febrúar 2012
Myndir IV
Myndir IV
« 1 af 8 »

Framkvæmdir á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu á Hólmavík eru langt komnar en áætlað er að opna hæðina í mars. Ákveðið hefur verið að fullklára verkið og setja m.a. gólfefni strax í stað þess að bíða með það eins og til stóð í upphafi. Rýmið verður sem fyrr segir notað sem móttaka sveitarfélagsins Strandabyggðar, fundaraðstaða, fræðsluaðstaða auk þess sem það verður nýtt sem sýningar- og viðburðarými. Þá er fyrirhugað að framhaldsdeild á Hólmavík geti hafið starfsemi sína á neðstu hæðinni en sveitarstjórn samþykkti í kjölfar fundar með fulltrúa Mennta- og menningarmálaráðuneytisins nú í febrúar að sækja um til ráðuneytisins að framhaldsdeild verði opnuð á Hólmavík haustið 2013.

Þróunarsetrið á Hólmavík og Fræðslumiðstöð Vestfjarða koma að enduruppbyggingu neðstu hæðarinnar með sveitarfélaginu Strandabyggð auk þess sem sótt er um styrki í verkefnið.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón