A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hólmavík miðsvæðis - fjölmargir fundir í dag

| 18. ágúst 2011
Hamingjudagar á Hólmavík. Mynd JG.
Hamingjudagar á Hólmavík. Mynd JG.
Stjórn og starfsfólk Fjórðungssambands Vestfirðinga mun halda fundi með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Vestfjörðum, sveitarstjórnarfulltrúum, fulltrúum atvinnulífsins og ýmissa stofnanna og fulltrúum ráðuneyta ríkisstjórnarinnar á Hólmavík í dag....
Meira

Vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara

| 17. ágúst 2011
Listaverk: Nemendur í leikskólanum Lækjarbrekku. Mynd IV.
Listaverk: Nemendur í leikskólanum Lækjarbrekku. Mynd IV.
Töluverður ágreiningur er uppi vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara sem boðað hefur verið mánudaginn 22. ágúst 2011 náist samningar ekki fyrir þann tíma. 

Ágreiningurinn tengist framkvæmd verkfallsins en forsvarsmenn Kennarasambands Íslands og fulltrúar sveitarfélaga sátu fund vegna þessa í dag milli kl. 15:00 - 18:30. Ágreiningur er um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíkt vera verkfallsbrot. Fundinum lauk án niðurstöðu en aftur verður fundað um framkvæmd verkfallsins á morgun....
Meira

Danir í heimsókn á Hólmavík

| 17. ágúst 2011
Hópurinn tilbúinn í river-rafting. Mynd: Lene Osterby.
Hópurinn tilbúinn í river-rafting. Mynd: Lene Osterby.
« 1 af 2 »
Þessa dagana eru góðir gestir í heimsókn á Hólmavík. Um fimmtán 15 ára drengi frá Danmörku er að ræða sem eru að endurgjalda heimsókn Grunn- og Tónskólans á Hólmavík frá því á síðasta ári. Drengirnir eru í fríðu föruneyti foreldra og kennara og hófst dagskráin með ,,river-rafting" ferð Dana og Íslendinga í Skagafjörðinn. Hópurinn skemmti sér gríðarlega vel í Skagafirðinum og kom allir glaðirog þreyttir hingað til Hólmavíkur í gærkvöldi að sögn Lene Osterby sem er í hópi dönsku foreldranna. Danski hópurinn gisti inn á heimilum íslensku ungmennanna og hjá fleiri fjölskyldum á Hólmavík í nótt.
...
Meira

Ungt íþróttafólk á Ströndum blómstrar

| 16. ágúst 2011
Hadda Borg Björnsdóttir á verðlaunapalli á landsmóti - mynd 123.is/hss
Hadda Borg Björnsdóttir á verðlaunapalli á landsmóti - mynd 123.is/hss
« 1 af 3 »

Ungt fólk á Ströndum fæst við margt í frístundum sínum. Íþróttir eru stór hluti af þeim, en þar hefur náðst frábær árangur undanfarið. Keppendur frá Héraðssambandi Strandamanna gerðu góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fór á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins hjá HSS árið 2010, bætti árangur sinn í hástökki, stökk 1,62 metra og nældi sér í gull. Harpa Óskarsdóttir á Drangsnesi varð landsmótsmeistari í spjótkasti 13 ára með kast upp á 31,74 metra, en hún náði einnig 7. sæti í kúluvarpi. Þá náði Ólafur Johnson bronsi í spjótkasti 12 ára stráka og Arna Sól Mánadóttir frá Umf. Hörpu varð í fimmta sæti í spjótkasti í flokki 14 ára.

...
Meira

Þjóðskjalasafn með námskeið á Hólmavík

| 16. ágúst 2011
Mynd tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Mynd tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Þriðjudaginn 13. september 2011 mun Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ) halda almennt námskeið um skjalavörslu fyrir sveitarfélög á starfssvæði Þjóðskjalasafns Íslands í Strandasýslu. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem koma að móttöku, skráningu og frágangi gagna sem ætluð eru til afhendingar ÞÍ og starfsmenn sem vinna að gerð málalykils hjá sveitarfélögum á Ströndum, þ.e. í Bæjarhreppi, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón