Aðstoð vegna jólainnkaupa
Verið velkomin að hafa samband við Hildi Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra í síma 451- 3510 eða 842-2511.
Á leikskólanum Lækjarbrekku hefur einnig verið mikið líf og fjör á aðventunni. Þar hafa nemendur skreytt piparkökur, útbúið jólagjafir og kíkt í piparkökuboð á Café Riis með mömmu og pabba svo fátt eitt sé nefnt. Síðastliðinn föstudag var síðan haldið hið árlega jólaball leikskólans Lækjarbrekku. Þangað komu þeir Stekkjastaur og Giljagaur og glöddu (og grættu) börnin með allskonar ólátum og gjöfum úr Grýluhelli.
Nóg verður um að vera um jólin í Strandabyggð, en hér hægra megin á heimasíðunni má sjá atburðadagatal sem uppfært er reglulega.
Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að halda áfram að lýsa upp skammdegið með jólaljósum og seríum, jafnt úti sem inni, enda eru þau vel til þess fallin að hlýja hjörtum og búa til góða stemmningu fyrir jólahátíðinni sem nálgast óðfluga.