A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hlaupið til hamingjunnar

| 06. júlí 2011
Hlauparar við upphaf Hamingjuhlaupsins - ljósm. Stefán Gíslason
Hlauparar við upphaf Hamingjuhlaupsins - ljósm. Stefán Gíslason
« 1 af 5 »
Hamingjuhlaupið svokallaða fór fram í þriðja skipti á nýafstöðnum Hamingjudögum. Í ár var hlaupið frá Gröf í Bitrufirði til Hólmavíkur, alls 35,5 km, og stóð Stefán Gíslason að venju fyrir hlaupinu. 

Alls hlupu 16 manns í hlaupinu, þar af sjö frá upphafi til enda. Tekið var á móti hlaupurunum með mikilli viðhöfn á hátíðarsvæðinu á Hólmavík og fékk Stefán þann heiður að skera fyrstu sneiðina af Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga.

Að sögn ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar sem tók þátt í hlaupinu hefur hann aldrei lokið hlaupi þar sem jafn mikill fjöldi fólks fagnar hlaupurum að leiðarlokum.

Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar af Hamingjuhlaupinu 2011.
Hér má lesa frásögn Gunnlaugs Júlíussonar af Hamingjuhlaupinu 2011.

Hér er myndaalbúm með myndum úr Hamingjuhlaupinu 2011.
 

Störf í leikskólanum Lækjarbrekku næsta vetur

| 06. júlí 2011
Leikskólinn Lækjarbrekka. Mynd IV.
Leikskólinn Lækjarbrekka. Mynd IV.
 Auglýst er í annað sinn eftir starfsfólki á leikskólann Lækjarbrekku haustið 2011:

Vilt þú vinna í skemmtilegu og líflegu umhverfi við bæði gefandi og skapandi starf? Spennandi tímar eru framundan í leikskólanum Lækjarbrekku. Starfsfólk leikskólans er að hefja stefnumótunarvinnu fyrir skólann og er fyrirhugað að innleiða nýja leikskólastefnu næsta vetur. Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir tvö störf haustið 2011:
...
Meira

Minnum á viðtalstíma byggingarfulltrúa 7. júlí 2011

| 06. júlí 2011
Minnum á viðtalstíma byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, fimmtudaginn 7. júlí milli kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Strandabyggðar.
 

Þjóðfræðistofa fær Menningarverðlaun 2011 fyrir Skelina

| 05. júlí 2011
Katla Kjartansdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Þjóðfræðistofu.  Myndir IV og JG.
Katla Kjartansdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Þjóðfræðistofu. Myndir IV og JG.
« 1 af 4 »
Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2011 hlýtur Þjóðfræðistofa fyrir Skelina. Skelin er lista- og fræðimannadvöl á Ströndum sem hefur nú verið starfrækt frá 1. nóvember 2010 en þá tók Þjóðfræðistofa á leigu húsnæði við Hafnarbraut 7 þar sem starfrækt er kaffihúsið Hólmakaffi yfir sumartímann. Umsóknir í Skelina fóru fram úr öllum vonum. Fjölmargir og góðir gestir hafa sótt í Skelina og hafa þeir eflt menningarlíf hér á Ströndum með fjölbreyttum hætti.
...
Meira

Leikfélag Hólmavíkur fær heiðursverðlaun

| 05. júlí 2011
Einar Indriðason einn helsti frömuður leikfélagsins um árabil. Mynd IV.
Einar Indriðason einn helsti frömuður leikfélagsins um árabil. Mynd IV.

Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt á Hamingjudögum. Í ár ákvað dómnefndin að veita sérstök heiðursverðlaun Strandabyggðar fyrir gríðarlega öflugt menningarstarf undanfarna áratugi. Heiðursverðlaunin hlýtur Leikfélag Hólmavíkur fyrir leikrit, leikferðir, hátíðir, búninga, ljósameistara, brellur og hlátur og fyrir að auðga mannlíf á Ströndum undanfarin 30 ár.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón