A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólastarf í Grunnskólanum á Hólmavík fellur niður í dag

| 26. janúar 2012

Vinsamlega athugið að skólastarf í Grunnskólanum á Hólmavík fellur niður í dag, fimmtudaginn 26. janúar, vegna ófærðar og veðurútlits. Þessi ákvörðun var tekin að vel athuguðu máli og í samráði við þá sem sjá um snjómokstur í sveitarfélaginu með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Settar hafa verið inn tilkynningar í morgunútvarp Rásar 2 og fréttatíma útvarpsins eftir kl. 7.15. Einnig er sett tilkynning inn á vef skólans og síðu Strandabyggðar á Facebook. Öllum er velkomið að hafa samband við okkur símleiðis ef einhverjar spurningar vakna í gsm Bjarna Ómars 892-4666 eða gsm Hildar 661-2010.

                                                                                                                     Skólastjórar Grunnskólans á Hólmavík.

Skákdagur Íslands haldinn hátíðlega í Grunnskólanum á Hólmavík

| 25. janúar 2012
Skákdagur Íslands haldinn 26. janúar 2012
Skákdagur Íslands haldinn 26. janúar 2012
Skákdagur Íslands verður haldinn í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn til heiðurs Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, en Friðrik verður 77 ára þennan dag og tekur virkan þátt í hátíðahöldum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Til að heiðra Friðrik mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, halda móttöku á Bessastöðum. Á meðal annarra gesta verða þau börn sem í febrúar tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti barna og mun Friðrik tefla við Nansý Davíðsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna á Íslandi. Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu við skóla, íþróttafélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Markmiðið er að heiðra Friðrik Ólafsson, fyrir einstakt framlag til samfélags okkar í heild og skákarinnar sérstaklega, jafnframt því að sýna þá grósku sem er í íslensku skáklífi um allt land....
Meira

Íbúðarhúsnæði að Lækjartúni 18 auglýst til leigu

| 25. janúar 2012
Íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar að Lækjartúni 18 er auglýst laust til útleigu. Um er að ræða 87,8 fm, þriggja herbergja íbúð í tvíbýli. Áríðandi: Afhendingartími íbúðarinnar fer eftir samkomulagi þar sem ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær hún losnar.

Leiguverð er kr. 65.850. Umsóknir skal senda með pósti merkt: Skrifstofa Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða senda umsókn í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 6. febrúar 2012.  Þeim umsækjendum sem þegar eiga umsóknir um leiguhúsnæði er bent á að endurnýja umsóknir sínar samkvæmt  reglum Strandabyggðar um útleigu á íbúðarhúsnæði, sjá hér að neðan.

...
Meira

Undirbúningsvinna vegna framhaldsdeildar að hefjast

| 24. janúar 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið er nú að hefja vinnu við að kanna fýsileika þess að stofna framhaldsdeild á Hólmavík. Karl Kristjánsson sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mun leiða vinnuna en hann kom einnig að undirbúningi stofnunar framhaldsdeildar á Patreksfirði. Karl þekkir vel til málefna framhaldsskóla á Íslandi og var meðal annars deildarstjóri framhaldsskóladeildar hjá ráðuneytinu um árabil. Fyrsta heimsókn starfsfólks ráðuneytisins til Hólmavíkur verður í byrjun febrúar.

Starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar

| 19. janúar 2012
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar.

Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf þar sem Áhaldahús Strandabyggðar er með ábyrgð á eftirfarandi verkefnum:
- Vatnsveitu
- Fráveitu
- Umsjón og viðhaldi fasteigna
- Hólmavíkurhöfn
- Vinnuskóla Strandabyggðar
- Umsjón með snjómokstri og söltun á Hólmavík
- Akstri skólabíls í forföllum
- Þjónusta stofnanir Strandabyggðar
- Fjölbreytt verkefni sem til falla

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón