A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menntamálaráðherra lofar fýsileikakönnun vegna framhaldsdeildar

| 13. janúar 2012
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Á Menntaþingi á Ströndum sem fram fór í Félagsheimilinu á Hólmavík í gær lofaði menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir að farið yrði í að gera fýsileikakönnun vegna stofnunar framhaldsdeildar á Hólmavík. Er það mikið fagnaðarefni þar sem um hagsmunamál er að ræða fyrir sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi. Er framhaldsdeild á Hólmavík meðal 7 verkefna í sóknaráætlun Vestfjarða árið 2012. Á þinginu kom fram að sveitarfélagið Strandabyggð er að ljúka við endurbætur á neðstu hæðinni á Þróunarsetrinu þar sem framhaldsdeild getur hafið starfsemi sína.

Sveitarstjórnarfundur 17. janúar 2012

| 13. janúar 2012
Sveitarstjórnarfundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 17. janúar 2012. Fundurinn er nr. 1192 og hefst kl. 16:00 á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Menntamálaráðuneytið gerir samning við Þjóðfræðistofu til þriggja ára

| 11. janúar 2012
Katla Kjartansdóttir tekur á móti menningarverðlaunum Strandabyggðar 2011. Mynd IV.
Katla Kjartansdóttir tekur á móti menningarverðlaunum Strandabyggðar 2011. Mynd IV.
Menntamálaráðuneytið gerir samning við Þjóðfræðistofu til þriggja ára Þjóðfræðistofa fagnar nú um stundir stórum áfanga í sínu starfi sem er samningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára rekstrarframlag vegna Þjóðfræðistofu. Frá 2008 hefur Þjóðfræðistofa fengið árlegan stuðning frá ráðuneytinu en einnig hafa miklu skipt
margvíslegir rannsóknar - og menningarstyrkir. Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hafa nú þegar undirritað þriggja ára samning við Strandagaldur ses um rekstrarstyrk til Þjóðfræðistofu en hann tók gildi 1. janúar 2012....
Meira

Menntaþing 12. janúar 2012

| 10. janúar 2012
Katrín Jakobsdóttir afhenti ungum Strandamönnum verðlaun fyrir myndbandagerð í haust. Mynd: Jón Jónsson
Katrín Jakobsdóttir afhenti ungum Strandamönnum verðlaun fyrir myndbandagerð í haust. Mynd: Jón Jónsson
Menntaþing verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið hefst kl. 16:30, en þar verður fjallað um mikilvægi þroska og menntunar fólks á öllum aldursstigum. Þingið er liður í 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík. Afmælinu hefur m.a. verið fagnað með glæsilegri leiksýningu Grunn- og Tónskólans á Hólmavík þar sem nemendur og kennarar rifjuðu upp 100 ára sögu skólahaldsins í leikgerð Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þá hélt sveitarfélagið veglega afmælishátíð s.l. vor þar sem öllum íbúum og nágrannasveitarfélögum var boðið í afmælisfögnuð í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á Menntaþingi verður horft til framtíðar og hvert er stefnt í skólahaldi á Ströndum....
Meira

Söngkeppninni frestað til fimmtudags

| 10. janúar 2012
Stórhríð í Strandabyggð - ljósm. Arnar S. Jónsson
Stórhríð í Strandabyggð - ljósm. Arnar S. Jónsson
Söngkeppni Félagsmiðstöðvarinnar Ozon sem vera átti í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. janúar, hefur verið frestað til fimmtudags 12. janúar. Ástæðan er leiðindaveður sem nú geysar á Ströndum og um landið allt, en víða er þungfært eða ófært bæði vegna veðurs og snjóalaga. Einnig fellur niður opið hús hjá eldri deild Félagsmiðstöðvarinnar.

Keppnin á fimmtudag fer fram á sama stað og áður var auglýst, í Grunnskólanum á Hólmavík, og hefst kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón