Kolófært innanbæjar á Hólmavík og um alla Vestfirði
Skólastarf í Grunnskólanum á Hólmavík fellur niður vegna þessa eins og sjá má hér að neðan.
Vinsamlega athugið að skólastarf í Grunnskólanum á Hólmavík fellur niður í dag, fimmtudaginn 26. janúar, vegna ófærðar og veðurútlits. Þessi ákvörðun var tekin að vel athuguðu máli og í samráði við þá sem sjá um snjómokstur í sveitarfélaginu með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Settar hafa verið inn tilkynningar í morgunútvarp Rásar 2 og fréttatíma útvarpsins eftir kl. 7.15. Einnig er sett tilkynning inn á vef skólans og síðu Strandabyggðar á Facebook. Öllum er velkomið að hafa samband við okkur símleiðis ef einhverjar spurningar vakna í gsm Bjarna Ómars 892-4666 eða gsm Hildar 661-2010.
Skólastjórar Grunnskólans á Hólmavík.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið er nú að hefja vinnu við að kanna fýsileika þess að stofna framhaldsdeild á Hólmavík. Karl Kristjánsson sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mun leiða vinnuna en hann kom einnig að undirbúningi stofnunar framhaldsdeildar á Patreksfirði. Karl þekkir vel til málefna framhaldsskóla á Íslandi og var meðal annars deildarstjóri framhaldsskóladeildar hjá ráðuneytinu um árabil. Fyrsta heimsókn starfsfólks ráðuneytisins til Hólmavíkur verður í byrjun febrúar.