Breytingar á gjaldskrám í skólum í Strandabyggð
Frá og með 1. janúar 2012 hækka vistunargjöld í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík um 10% eins og greint var frá hér. Fyrir 8 tíma vistun hækka gjöldin úr kr. 17.600 í kr. 19.690. Systkinaafsláttur verður áfram 50% fyrir vistun hvers barns umfram eitt. Þrátt fyrir hækkunina eru leikskólagjöld í Strandabyggð enn með þeim allra lægstu í sveitarfélögum á Vestfjörðum. Gjaldskrá fyrir leikskólann Lækjarbrekku má sjá hér.
Skólagjöld í Tónskóla Hólmavíkur hækka um 15% eða úr kr. 17.787 í kr. 20.455 fyrir hverja námsönn. Áfram verður afsláttur fyrir systkini sem hér segir:
2. barn 25% afsláttur
3. barn 50% afsláttur
4. barn eða fleiri 75% afsláttur.
Önnur skólatengd gjöld, s.s. Skólaskjól, leikskólamáltíðir og mötuneyti fyrir grunnskólabörn hækka um 5% eða í samræmi við almenna verðlagsþróun, sjá hér.
Slökkvibifreið auglýst til sölu í Strandabyggð
Tilboð í bifreiðina þurfa að berast skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, eða með tölvupósti í netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. janúar 2012. Sveitarfélagið Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Gott kvöld!
Þessa dagana standa yfir sýningar Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur í Félagsheimilinu á Hólmavík. Um er að ræða litríkt barnaleikrit með söngvum fyrir fólk á öllum aldri en leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Gott kvöld var frumsýnt fimmtudaginn 29. desember en þriðja sýning verður miðvikudaginn 4. janúar og sú fjórða föstudaginn 6. janúar. Hefjast sýningarnar kl. 20:00. Alls taka á þriðja tug einstaklinga á öllum aldri þátt í uppfærslunni. Enginn má láta Gott kvöld framhjá sér fara! Miðapantanir eru í síma 847-4415.
Gleðilegt nýtt ár!
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum árs og friðar með hlýjum þökkum fyrir árið sem er að líða!