A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma 7. júlí 2011

| 05. júlí 2011
Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, verður með opinn viðtalstíma fimmtudaginn 7. júlí 2011 milli kl. 13:00 - 15:00 á skrifstofu Strandabyggðar.

Vel sótt Furðufataball á Hamingjudögum

| 05. júlí 2011
Furðuföt og fjör á föstudegi - ljósm. ASJ
Furðuföt og fjör á föstudegi - ljósm. ASJ
« 1 af 5 »

Á föstudagskvöldi á Hamingjudögum var haldið stórskemmtilegt Furðufataball í félagsheimilinu á Hólmavík. Skífuþeytarinn DJ Darri spilaði alla helstu barnaslagarana og sá til þess að börn og fullorðnir gátu dillað sér í gleði og hamingju.

Fjölmargir af yngri kynslóðinni mættu í furðufötum eða búningum sem sýndu fram á fjörugt hugmyndaflug og sköpuðu mikið fjör og stemmningu. Talið er að ríflega 100 manns hafi mætt á ballið og skemmtu allir sér hið besta.

Mjallhvít í glaðasólskini

| 05. júlí 2011
Leiksvið undir berum himni. Myndir IV.
Leiksvið undir berum himni. Myndir IV.
« 1 af 11 »
Einn af hápunktum Hamingjudaga fjölskyldunnar var þegar leikhópurinn Lotta sýndi Mjallhvíti og dvergana sjö í blíðskaparveðri á Klifstúni á laugardaginn. Fólk á öllum aldri naut sýningarinnar sem var stórskemmtileg og veðurblíðunnar sem var sú besta á Hólmavík á þessu ári. Stemningin var einstök.

Kassabílarallý í brakandi blíðu og sólskini

| 04. júlí 2011
Brakandi blíða og kassabílar - ljósm. strandir.is
Brakandi blíða og kassabílar - ljósm. strandir.is
« 1 af 3 »
Einn af þeim atburðum sem eru orðnir ómissandi á Hamingjudögum á Hólmavík er kassabílarallýið. Í ár fór það fram laugardaginn 2. júlí kl. 13:00 á sínum hefðbundna stað á Höfðagötu milli Þróunarsetursins og Galdrasýningarinnar. Fjöldi fólks fylgdist með ungum og öldnum keppa í rallinu og skemmta sér konunglega saman, enda brakandi blíða, sólskin og blankalogn. Fleiri myndir af atburðinum má sjá í þessari frétt á fréttavefnum strandir.is.

Hamingjudagar óska öllum sem kepptu innilega til hamingju!

Hamingjulagið hljómaði á Klifstúni

| 03. júlí 2011
Elín Ingimundardóttir og Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir flytja Vornótt á Ströndum. Mynd IV.
Elín Ingimundardóttir og Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir flytja Vornótt á Ströndum. Mynd IV.
Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir fluttu Hamingjulagið 2011 á Klifstúni á Hamingjudögum við fögnuð viðstaddra. Lagið sem vann keppnina í ár heitir Vornótt á Ströndum og er eftir Ásdísi Jónsdóttur sem einnig samdi textann. Fimm önnur lög voru í lagasamkeppninni sem haldin var á Hólmavík 20. maí 2011. Lagið hefur nú verið gefið út á disk og er til sölu víða á Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og í handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941.

Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón