A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf tómstundafulltrúa Strandabyggðar 1. árs

| 06. febrúar 2012
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi.
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi.
Um s.l. áramót var liðið eitt ár frá því að Arnar S. Jónsson tók við nýju starfi tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Starfið sem er í stöðugri þróun felur í sér afar fjölþætt verkefni á sviði tómstunda, íþrótta og menningar í sveitarfélaginu. Í ársskýrslu tómstundafulltrúa sem lögð var fyrir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar nú í janúar s.l. má sjá yfirlit yfir starfsemina árið 2011.

Arnar S. Jónsson var einn af þremur efstu í vali á Strandamanni ársins 2011 sem fréttavefurinn www.strandir.is stendur fyrir árlega. Jákvæðar umsagnir og ánægja íbúa segja allt um hversu vel Arnari hefur tekist til í starfi tómstundafulltrúa sem og fleiri verkefnum:

 Í umsögnum með tilnefningum segir meðal annars að framkvæmdastjórn hans á Hamingjudögum á Hólmavík 2011 hafi verið frábær og "dagskráin skemmtilega blönduð" og við allra hæfi. Leikstjórn á leikritinu "Með táning í tölvunni" síðastliðið vor er líka nefnd til sögu og sagt að það hafi verið "hrikalega skemmtilegt leikrit".

Kennslu Arnars í kvikmyndavali í Grunnskólanum á Hólmavík er hrósað í tilnefningum, stjórnun á félagsmiðstöðinni Ozon og þáttur hans í að landa aðalverðlaunum sem kvikmyndavalið vann í myndbandakeppni 66°Norður. Jákvæðni, drifkrafur og víðsýni eru sagðir kostir Arnars, einnig að hann "taki öllum hugmyndum vel" og sé "fyndinn og skemmtilegur", "virkilega duglegur", "æðislegur" og "algjör snillingur" (sjá frétt á strandir.is)

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Arnari til hamingju með þennan góða árangur.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón