A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jóganámskeið í febrúar

| 24. janúar 2013
Anna Björg Þórarinsdóttir
Anna Björg Þórarinsdóttir
Hatha jóga námskeið verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík í febrúar á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00. Kennari verður Anna Björg Þórarinsdóttir frá Hólum í Reykhólasveit. Anna Björg hefur iðkað jóga frá árinu 2010 og leggur nú stund á jógakennaranám hjá kennurunum Ágústu K. Jónsdóttur og Drífu Atladóttur en þær reka jafnframt jógastöðina Jógastúdíó í Reykjavík.

Á þessu fjögurrar vikna námskeiði munu nemendur læra undirstöður Hatha jóga. Hatha jóga byggist á öndunaræfingum, líkamsstöðum og slökun. Regluleg ástundun styrkir og liðkar líkamann og kemur jafnvægi á líkamsstarfssemi, s.s. innkirtlakerfi, taugakerfi, ónæmiskerfi, blóðrás og meltingu.  ...
Meira

Nýtt umsóknareyðublað fyrir félagsþjónustuna

| 22. janúar 2013
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps hefur tekið í notkun nýtt umsóknareyðublað sem leysir af hólmi allar eldri umsóknir. Tilgangurinn er að einfalda viðmót og auðvelda fólki að sækja um þjónustu. Á nýja eyðublaðinu er hægt að merkja við hvað umsóknin snýst um, vista skjalið og senda það með tölvupósti. Félagsmálastjóri leiðbeinir umsækjendum um hvaða gögn þarf að leggja inn til viðbótar umsókninni.

Nýja umsóknareyðublaðið má sjá með því að smella hér
.

Íþróttamaður ársins í Strandabyggð

| 17. janúar 2013
Ólafur með hvatningarverðlaunin ásamt Jóhanni L. Jónssyni, nefndarmanni í tómstundanefnd - ljósm. strandir.is
Ólafur með hvatningarverðlaunin ásamt Jóhanni L. Jónssyni, nefndarmanni í tómstundanefnd - ljósm. strandir.is
« 1 af 2 »
Í gær var tilkynnt hver var valinn Íþróttamaður ársins 2012 í Strandabyggð, en tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd sá nú um valið í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum. Að þessu sinni varð Ingibjörg Emilsdóttir hlaupakona fyrir valinu og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Tilkynnt var um valið á íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og íþróttafólkinu afhentar viðurkenningar. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Ingibjörgu og Ólafi innilega til hamingju með árangurinn og hvetur þau til frekari afreka á árinu 2013....
Meira

Hamingjudagar verða helgina 28.-30. júní

| 15. janúar 2013
Við hnallþóruhlaðborð Hamingjudaga 2012 - ljósm. IV
Við hnallþóruhlaðborð Hamingjudaga 2012 - ljósm. IV
Fyrir nokkru síðan tók Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar ákvörðun um dagsetningu á Hamingjudögum árið 2013. Hátíðin verður að þessu sinni haldin helgina 28.-30. júní. Hamingjudagar árið 2012 tókust frábærlega og mikil samstaða, kærleikur og hamingja sveif hvarvetna yfir Hólmavík og nágrenni meðan hátíðin stóð yfir. Því er full ástæða til að byrja að hlakka til Hamingjudaga árið 2013 - og fjölmenna á hátíðina. Hægt er að fylgjast með framvindu mála á www.hamingjudagar.is eða með því að líka við fésbókarsíðu hátíðarinnar.

Félagsmiðstöðin Ozon safnar flöskum

| 14. janúar 2013
Félagsmiðstöðin Ozon stendur fyrir flöskusöfnun meðal íbúa á Hólmavík þriðjudagskvöldið 15. janúar. Söfnunin hefst klukkan 20:00 og stendur fram eftir kvöldi. Söfnunin er eflaust kærkomið tækifæri fyrir marga til að losa sig við birgðir sem safnast hafa upp um jól og áramót.


Allur ágóði af söfnuninni rennur beint til starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón