A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dagskrá Bókmennta-og ljóðaviku á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. nóvember 2014
Vikuna 17.-23. nóvember mun Hólmavík breytast í Bókavík en þá verður haldin Bókmennta-og ljóðavika í Strandabyggð. Hugmyndina að hátíðinni fengu nokkrir unglingar í Strandabyggð er tilgangurinn að fagna ljóðum og bókmenntum. Dagskrána má sjá hér: ...
Meira

Skemmtileg og gefandi vinna í boði

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. nóvember 2014

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara / leiðbeinanda í 43,75% starf og er vinnutíminn 12:30-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun desember 2014. Einnig auglýsum við eftir leikskólakennara / leiðbeinanda í 100% starf og er vinnutíminn 8:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2015.

...
Meira

Kökusala og mannlegt bókasafn

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. nóvember 2014

Félagsmiðstöðin Ozon verður með kökusölu og mannlegt bókasafn  í anddyri Kaupfélagsins í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, milli klukkan 16 og 18. Tilefnið er félagsmiðstöðvardagurinn sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að kynnast því sem fer fram í félagsmiðstöðvum, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.


 
...
Meira

Smásagna- og ljóðasamkeppni

| 30. október 2014
Ákveðið hefur verið að blása til smásagna- og ljóðakeppni í tilefni af bókmennta- og ljóðahátíðinni Bókavík sem haldin verður í Strandabyggð 17.-23. nóvember næstkomandi.

Dómnefndin er ekki af verri endanum en hana skipa Andri Snær Magnason rithöfundur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og skáld en báðir hafa þeir unnið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir verk sín. Auk þeirra mun strandastúlkan Bára Örk Melsted sitja í dómnefnd en hún sigraði einmitt í ljóðasamkeppni grunnskólabarna á Vestfjörðum í fyrravetur....
Meira

Ályktun frá sveitarstjórn Strandabyggðar vegna stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu

| 29. október 2014
Eftirfarandi ályktun frá sveitarstjórn Strandabyggðar hefur verið send Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt formlegri ósk um fund til að fara yfir stöðu mála og til að leita lausna.

Efni: Ályktun sveitarstjórnar Strandabyggðar vegna alvarlegrar stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn Strandabyggðar vill vekja athygli sjávarútvegsráðherra á grafalvarlegri stöðu smábátaútgerðar í Strandabyggð en svo virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins“ með fjölbreytilegum og margþættum aðgerðum sem miða að því að knésetja smáútgerðir í stórum stíl.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón