A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikskólastjóri óskast til starfa á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. júní 2016

Leikskólastjóri óskast í tímabundna stöðu við Leikskólann Lækjarbrekku í Strandabyggð

Markmið og verkefni

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri leikskólans
  • Fagleg forysta
  • Ráðningar og mannauðsstjórnun
  • Stuðla að framþróun í skólastarfi
  • Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og leikskólasamfélagsins í Strandabyggð

Menntun, færni og eiginleikar

  • Leikskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 10. gr
  • Skipulags- og stjórnunarfærni
  • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku
  • Hvetjandi og góð fyrirmynd

Um er að ræða afleysingastarf til 10 mánaða vegna fæðingarorlofs.

 

Um Strandabyggð og Leikskólann Lækjarbrekku
Í Strandabyggð búa um 470 manns og er Hólmavík þéttbýlisstaður sveitarfélagsins. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt. Blómlegt tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf er í sveitarfélaginu og hugað er að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín. Leikskólinn Lækjarbrekka er tveggja deilda leikskóli og eru börnin á aldrinum frá eins árs til sex ára. Í Lækjarbrekku starfar samhentur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu, menntun og þekkingu.

Leikskólinn er þátttakandi í þróunarverkefninu Málþroski og læsi, færni til framtíðar ásamt leikskólunum í Húnavatnssýslum.

Upplýsingar um starfið veitir Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2016 og óskast umsóknir sendar á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is. Sími á skrifstofu er 4513510.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón