A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisdagur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2016


Umhverfisátak í Strandabyggð  11. – 16. júní 2016

Kæru íbúar Strandabyggðar í dreifbýli og þéttbýli         
Sumarið er komið, 17. júní og Hamingjudagar nálgast óðfluga. Nú þurfum við að bretta um ermarnar og snyrta til í kringum okkur. Einn getur ekki gert allt, en allir geta gert eitthvað og með sameiginlegu átaki má gera þetta vel.

Mánudaginn 13. júní – Garðaúrgangur hirtur á Hólmavík

Garðaúrgangur sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk verður hirtur af starfsmönnum Áhaldahúss Strandabyggðar innanbæjar.

Dagana 14. – 16. Júní – Garðaúrgangur hirtur úr dreifbýli
Sorpsamlag Strandasýslu hirðir garðaúrgang úr dreifbýlinu sem gengið hefur verið frá við afleggjara bæja út við veg. 14. júní verður farið suður af Hólmavík, 15. júní norður af Hólmavík og þann 16. júní verður farið yfir í Djúp. Ganga þarf frá garðaúrgangi í poka eða hnýta saman greinaknippi þannig að auðvelt sé að setja á bíla. Rusl úr fjörum og af girðingum verður líka hirt en ganga þarf líka vel frá því fyrir hirðingu Sorpsamlagsins.

Þriðjudagur 14. júní, kl. 19:30 – 21:30 – Hreinsun á opnu svæði

Miðvikudagur 15. júní, kl. 19:30 – 21:30 – Hreinsun á opnu svæði

Dagana 14. og 15. júní, milli  og 19:30 og 21:30 verður tiltekt og hreinsun á opnum svæðum á Hólmavík. Mæting er upp við Félagsheimili þar sem skipt verður í lið á mismunandi svæði. Íbúar eru allir hvattir til að taka þátt og leggja sitt af mörkum í sameiginlegri tiltekt, hreinsun og fegrun bæjarins.

Upplagt er að nota helgina 11. – 12. júní í tiltekt, hreinsun og fegrun og nýta sér þar með þá gjaldfrjálsu þjónustu sem sveitarfélagið býður uppá varðandi losun á garðaúrgangi, í dreifbýli og þéttbýli mánudaginn 13. júní.

Síðast en ekki síst eru  öll fyrirtæki í Strandabyggð hvött til að leggja sitt af mörkum og fegra umhverfi sitt.

Áfram Strandabyggð – við getum þetta saman

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón