Viðvera byggingafulltrúa
Gísli Gunnlaugsson byggingafulltrúi Strandabyggðar verður með viðveru í Hnyðju miðvikudaginn 18.apríl n.k. milli 10 og 12. Tilvalið fyrir framkvæmdaglaða og aðra sem þurfa á þjónustunni að halda að líta við og hitta hann.
Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 26. maí 2018. Væntanlegir frambjóðendur hafa að mörgu að hyggja, en á meðfylgjandi vefslóð má finna helstu leiðbeiningar. Rétt er að vekja athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 5. maí 2018. https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/“
Formaður kjörstjórnar Strandabyggðar
Viktoría Rán Ólafsdóttir
Strandabyggð óskar eftir að ráð veiðimenn til refaveiða á svæðum 5 og 6 í Strandabyggð. Svæði 5 nær frá Grjótá að Selá og svæði 6 nær frá Mórillu að Ísafjarðará. Samkvæmt reglum Strandabyggðar um refaveiðar er einungis veiðimönnum með samning við sveitarfélagið greitt fyrir refaveiðar. Ráðinn veiðimaður sér sjálfum um allann búnað til veiðanna og skal hann ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir. Hér má sjá reglur um refaveiðar í Strandabyggð.
...