Verðfyrirspurn vegna skólaaksturs í Strandabyggð, 2025/2026
Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn varðandi skólaakstur fyrir skólaárið 2025-2026.
Um er að ræða akstur með skólabörn leik- og grunnskóla í dreifbýli í Strandabyggð. Tilboðsgjafi skal veita upplýsingar um bílakost, mönnun, bakgrunn, reynslu og þekkingu á staðháttum. Tilboðsgjafi skal hafa hreina sakaskrá. Bílstjóri og varabílstjóri, skulu hafa réttindi til aksturs skólabifreiðar.
Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Þorgeir Pálsson í síma 899-0020. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is
Frestur til að skila inn tilboðum er til loka dags 20. ágúst 2025. Skólaakstur hefst 25. ágúst 2025.
Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem sveitarfélagið metur hagstæðast, eða hafna öllum.