Íbúafundur mánudaginn 12. mars 2018
Sveitarstjórn Strandabyggðar boðar til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík, mánudaginn 12. mars 2018, kl. 17:00.
Fundurinn er tvískiptur, fyrir hlé fara sveitarstjórnarmenn yfir sína málaflokka, hvað hefur verið gert, hvað hefur setið á hakanum, hvað er framundan og verkefni sem gott væri að fara í. Boðið verður upp á súpu í fundarhléi. Eftir hlé gefst íbúum kostur á að koma fram með hugmyndir og áherslur á verkefni og framkvæmdir sem þeir vilja sjá framundan. Unnið verður í hópum og mun Skúli Gautason menningarfulltrúi Vestfjarða leiða þá vinnu.
Allir íbúar eru hvattir til að koma og taka þátt.
...
Meira