A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sameinumst á Ströndum, 2025

Þorgeir Pálsson | 11. ágúst 2025

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú um helgina var haldin í annað sinn, bæjarhátíðin „Sameinumst á Ströndum“.  Hún tókst frábærlega og það er vert að hrósa aðstandendum hátíðarinnar sem lögðu ómælda vinnu í framkvæmdina.  Vel gert! Ótal margir aðrir lögðu hátíðinni lið og við þökkum þeim einnig fyrir þeirra framlag.

Það er alls ekki sjálfgefið að skipuleggja og framkvæma hátíð af þessu tagi.  Og eitt er að skipuleggja og auglýsa ... en annað er síðan hvernig íbúar og gestir bregðast við.  Óhætt er að segja að allt gekk upp og var mæting mjög góð, alla dagana.  Gleði og ánægja einkenndu samskipti fólks og allir voru staðráðnir í að skemmta sér.
 

Sameinumst á Ströndum er bæjarhátíð sem er komin til að vera.  Nú er hægt að draga lærdóm af framkvæmdinni síðustu tvö ár og móta þannig fyrirkomulag sem tryggir gott skipulag, fjármögnun og mannafla til að halda áfram.  Við, íbúarnir, þökkum svo fyrir okkur með góðri mætingu og klöppum skipuleggjendum á bakið fyrir vel unnið verk. 

Takk fyrir frábæra hátíð!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón