A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 12. maí 2022

Ráðgjafi óskast í 40% starf

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir ráðgjafa í 40% framtíðarstarf frá 1. Júní 2022. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.

Meginverkefni:

  • Að vinna að stofnun atvinnuúrræðis fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á félagsþjónustusvæðinu.
  • Ráðgjöf í málefnum fatlaðs fólks.
  • Ráðgjöf í málefnum aldraðra.
  • Yfirumsjón með málefnum flóttamanna.

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Góð enskukunnátta æskileg.
  • Gott vald á íslenskri tungu.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð alhliða tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð skilyrði í samræmi við lög og reglur félagsþjónustunnar.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps í síma 451-3510 eða felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Innritun í FNV dreifnám á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Nú stendur innritun yfir fyrir nemendur 10. bekkjar í framhaldsskóla og nýlega var bæklingur um skólann sendur á heimili í Strandabyggð og nágrannasveitarfélaga.  Á heimasíðu skólans kemur fram að FNV er vinalegur skóli þar sem gott samband er á milli nemenda og starfsfólks. Einkunnarorð skólans eru vinnusemi, vellíðan og virðing. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og stuðning við nemendur og að sem flestir geti fundið nám við hæfi. Hægt er að leggja stund á bóknám, iðnnám, starfsnám og fleira.

Nemendur í dagskóla sækja skólann á Sauðárkróki eða í dreifnámi á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum.

Heimavist skólans er vel búin og herbergi eru nýuppgerð. Í mötuneytinu er lögð áhersla á hollan mat.

Nemendafélag skólans, NFNV, stendur fyrir öflugu félagslífi þar sem nemendur fá tækifæri til að rækta hæfileika sína.

Við hvetjum fólk sem er áhugasamt um að kynna sér námsleiðir að hafa samband við námsráðgjafa eða Atla umsjónarmann dreifnámsins á Hólmavík.  Ýmsar iðngreinar er hægt að skrá sig í til að fá réttindi og hingað vantar t.d fólk með menntun í ýmsum iðngreinum.

Ársreikningur Strandabyggðar 2021 samþykktur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var lagður fram ársreikningur fyrir 2021 til seinni umræðu og var hann samþykktur. 
Þar kemur fram að rekstarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 39,5 milljónir króna. Í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 28 milljónir króna en upphafleg fjárhagsáætlun hljóðaði upp á neikvæða niðurstöðu upp á 62,3 milljónir króna. Þá kemur fram að skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema samtals 862,5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi.

 

Í fundargerð kemur fram að handbært fé frá rekstri í A og B hluta samanlögðum er 36,7 millj. kr. sem er mjög jákvæð breyting og viðsnúningur miðað við síðustu ár, en árið áður var handbært fé frá rekstri neikvætt um 47,6 millj. Þetta hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins sem skilar afgangi til að greiða af lánum og í framkvæmdir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 226,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 326,5 millj. kr.


Fram kemur að helstu ástæður fyrir mun á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, með samþykktum viðaukum, og niðurstöðu ársreikningsins felast í uppreiknuðum lífeyriskuldbindingum og vaxtagjöldum sem eru töluvert hærri en áætlað var. Einnig að gerð hafi verið mistök við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 um áhrif af sölu Veitustofnunar sveitarfélagsins á ljósleiðara sem eru leiðrétt í reikningnum. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og verður birtur á vef sveitarfélagsins, ásamt Endurskoðunarskýrslu fyrir 2021.


Lesa má fundargerð sveitarstjórnar á vef sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn óskar eftir áfríjun dómsmáls E-136/2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sótt um leyfi til að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Vestfjarða í dómsmáli E-136/2021, sem höfðað var gegn sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá því í gær þar sem sveitarstjórn staðfesti ákvörðunina samhljóða.


Á sveitarstjórnarfundi í gær var lögð fram eftirfarandi bókun:

„Sveitarstjórn telur, að fenginni ráðgjöf, að dómafordæmi úr Hæstarétti sýni að dómur Héraðsdóms um miskabætur sé rangur. Óeðlilegt sé að dæma miskabætur þegar uppsögnin sjálf sé lögleg og enginn vafi leiki á því að svo sé í þessu tilviki. Uppsögnin var í fullu samræmi við ráðningarsamning og þær aðferðir sem tíðkast í sambærilegum tilvikum. Eins telur sveitarstjórn eðlilegt að verja hagsmuni sveitarfélagsins gagnvart því að þurfa að greiða málskostnað, þegar um sé að ræða tilhæfulausar málssóknir. Mikilvægt sé að fá úr þessu skorið vegna fordæmisgildis dómsins.“


Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar.

Umsjónaraðili með viðhaldi girðinga

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. maí 2022

Strandabyggð óskar eftir umsjónarmönnum um viðhald fjárgirðinga frá Grjótá að Hrófá. Samningur inniheldur vinnu við viðhald girðinga,slátt meðfram girðingu ásamt því að halda búfé utan girðingar eins og kostur er. Efni til viðhalds er innifalið. Samningur verður gerður til 3ja ára og verður hagstæðasta tilboði tekið.  Frestur til að skila inn tilboði er til og með 23. maí. Nánari upplýsingar eru í síma 451-3510 og á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón