A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust starf í áhaldahúsi - frestur framlengdur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. maí 2022

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar a.m.k til 30. September n.k. með möguleika á framlengingu.


Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf þar sem Áhaldahús Strandabyggðar er með ábyrgð á eftirfarandi verkefnum:
- Vatnsveitu
- Fráveitu
- Umsjón og viðhaldi fasteigna
- Hólmavíkurhöfn
- Sorpsamlag 
- Umsjón með snjómokstri og söltun á Hólmavík
- Þjónusta stofnanir Strandabyggðar
- Fjölbreytt verkefni sem til falla


Menntunarkröfur
Kostur er að starfsmaður sé með eftirfarandi:
- Iðnmenntun
- Meirapróf ásamt auknum réttindum á krana 
- Vigtarréttindi


Leitað er eftir starfsmanni með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni. Mikilvægt er að starfsmaður sé skipulagður og geti tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð.


Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk og þarf umsækjandi að geta byrjað sem fyrst. Umsóknum ásamt ferilskrá ber að skila í netfangið strandabyggd@strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóri Áhaldahúss Strandabyggðar í síma 8944806.

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Strandabyggð 2022-UPPFÆRT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. maí 2022

Úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir í Strandabyggð.  Á kjörskrá voru 334 og 280 atkvæði komu í kjörkassann. 266 atkvæði voru talin gild, 14 ógild. Kjörsókn var góð eða 83,8%

Niðurstaðan er á þessa leið:
T-listi Strandabandalagsins hlaut 160 atkvæði
A-listi Almennra borgara hlaut 106 atkvæði

Útkomutölur eru á þessa leið skv. skýrslu kjörstjórnar
T-listi Þorgeir Pálsson 160 atvkæði
A-listi Matthías Lýðsson 106 atkvæði
T-listi Jón Sigmundsson 80 atkvæði
T-listi Sigríður Jónsdóttir 53,3 atkvæði
A-listi Hlíf Hrólfsdóttir 53 atkvæði

varamenn:
T-listi Guðfinna Magney Sævarsdóttir 40 atkvæði
A-listi Guðfinna Lára Hávarðardóttir 35,3 atkvæði
T-listi Óskar Hafsteinn Halldórsson 32 atkvæði
T-listi Grettir Örn Ásmundsson 26,7 atkvæði
A-listi Ragnheiður Ingimundardóttir 26,5 atkvæði





Spurningar og svör - sveitarstjórn Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. maí 2022

Hér eru svör við spurningum frá íbúum sem hafa borist síðustu vikur, eftir að sveitarstjórn opnaði aftur fyrir spurningagátt á vefnum þar sem hægt væri væri að spyrja hana um margvísleg mál sem brenna á íbúum. Í kynningu kom fram að svörin og spurningarnar yrðu svo aðgengilegar áhugasömum hér á vef Strandabyggðar. Aðeins bárust þrjár fyrirspurnir að þessu sinni og eru spurningarnar og svör sveitarstjórnar birt hér að neðan.


 


Fyrirspurn 1.


Hverju svarar sveitarstjórn þeim ásökunum um spillingu og misferli sem Þorgeir Pálsson fyrrverandi sveitarstjóri ber á hana í viðtalinu við Stundina?

...
Meira

Kjördagur og kosning til sveitarstjórnar 14. maí 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2022
Á laugardaginn göngum við til kosninga og kjósum til sveitarstjórnar.  Margir eru að kjósa í fyrsta skipti og eru óöruggir um hvernig framkvæmdin gengur fyrir sig.  Hér eru leiðbeiningar til þeirra úr lögum um kosninga til sveitarstjórnar:
English below

57. gr.
Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum, sem oddviti afhendir honum, fer kjósandi með hann inn í kjörklefann [þar sem kjósandinn má einn vera] 1) og að borði því er þar stendur. Á borðinu skulu vera ekki færri en tvö venjuleg dökk ritblý er kjörstjórn lætur í té og sér um að jafnan séu nægilega vel ydd.

Þar skal einnig vera spjald jafnstórt kjörseðli með upphleyptum listabókstöfum og blindraletri, með glugga framan við hvern staf og vasa á bakhlið þannig að blindir geti gegnum gluggann sett kross framan við þann lista er þeir gefa atkvæði sitt og á þann hátt kosið í einrúmi og án aðstoðar.
   
58. gr.
Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosningar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru....
Meira

Sveitarstjórn biðst velvirðingar á broti á trúnaðar- og þagnarskyldu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2022

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar vill minna á að starfsmönnum og nefndarfólki sveitarfélagsins er skylt að gæta þagmælsku um þau atriði sem þau verða áskynja eða fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Kveðið er á um þetta í sveitarstjórnarlögum og stjórnsýslulögum. Fulltrúar í nefndum á vegum sveitarfélagsins skrifa undir sérstaka trúnaðaryfirlýsingu þar sem þeir staðfesta þetta. Í henni koma fram viðurlög gegn brotum á þessu samkvæmt almennum hegningarlögum.


Nú hefur komið upp sú staða að gögn tengd ráðningu í starf sem enn er í ferli hjá Strandabyggð, þar sem þessi ákvæði eiga tvímælalaust við, hafa farið á flakk. Sveitarstjórn hafði sjálf aðgang að þessum gögnum og einnig aðal- og varamenn einnar af fastanefndum sveitarfélagsins, en þau hafa greinilega einnig borist í hendur óviðkomandi. Sá sem komst yfir gögnin hefur síðan sýnt þann dómgreindarskort að nota þau til að skrifa frá eigin brjósti skammargrein með dylgjum og óhróðri á Facebook síðu sína, um aðila sem spurst hafði fyrir um starfið.

Sveitarstjórn Strandabyggðar harmar mjög þennan trúnaðarbrest og biður viðkomandi innilega afsökunar á honum. Leitað hefur verið ráða hjá lögfræðingum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frekari viðbrögð við málinu. Sveitarstjórn telur jafnframt rétt að minna á, þar sem líður að lokum kjörtímabilsins, að þagnar- og trúnaðarskylda helst þótt látið sé af starfi.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón